Kosningar framundan

Ég fór á framboðsfund í gærkvöldi í Menntaskólanum á Egilsstöðum. Frábært framtak hjá Menntaskólanemendum og Ríkisútvarpinu á Austurlandi.

Fundurinn var áhugaverður. Þó fannst mér leiðinlegt hvernig fyrirspyrjendur úr sal gátu ekki virt beiðni fundarstjóra um að spyrja stuttra og hnitmiðaðra spurninga. Það að vera með langlokur um sínar spurningar varð bara til þess að ekki vannst tími fyrir hina fjölmörgu í viðbót sem vildu koma sínu á framfæri.

Ég er alveg á mörgum áttum núna. Sjálfstæðisflokkurinn kom ekki vel út. Þeir voru bara ekki að gera sig þarna, gátu ekki svarað því sem spurt var að og töluðu mikið en í raun ekki um neitt. Samfylkinguna leist mér ágætlega á, fannst gaman að hlusta á Sigmund Erni og hefur alltaf fundist. Hann er klár kall. Vinstri grænir með Steingrím J í forsvari voru í einu orði frábærir! Kom mér verulega á óvart, ég hef ekki mikið aðhyllst þeirra stefnu, en ég sé að ég samsama mig mörgu sem þeir eru að segja. Frjálslyndi flokkurinn og Borgarahreyfingin voru bara alls ekki að gera neitt fyrir mig. Fannst þær ekki vera upp á marga fiska og ég skildi þær oft á tíðum ekki. Birkir Jón Jónsson fyrir Framsóknarflokk var líka skemmtilegur. Margt sem ég gat samsamað mig þar líka.

Svo nú stend ég á gati...

 

Hvað á ég að kjósa!!


7. apríl 2009

Hver leyfði tímanum að líða svona hratt!!!


Aðgátin..

Kona og maður eignast barn.

Kona og maður ákveða að skíra barnið sitt.

Kona og maður eru ánægð með nafnavalið.

Kona og maður fá endalaust að heyra það að þetta sé ekki fallegt.

 

HVAÐ Í FJANDANUM KEMUR FÓLKI ÞETTA VIÐ!! 

 

Ég var miður mín fyrir hönd konu og manns. Eða, nei, kannski ekki miður mín þeirra vegna, þau eru sterkir einstaklingar sem kalla ekki allt ömmu sína. Ég er miður mín fyrir hönd fólks sem virðist vera svo fullkomið í heimsku sinni að það heldur að svona hlutir komi sér við.

Ég er líka miður mín fyrir hönd þessa fólks fyrir að láta svona hluti útúr sér við Konu sem er nýbúin að eignast barn og er viðkvæm eftir því. 

Ef að fólk heldur að svona framkoma sé eðlileg, þá þarf fólkið jafnframt að fara að athuga hvort að normið sé ef til vill eilítið brenglað. 

Hvernig væri að stíga útúr kassanum og sjá að það eru fleiri í heiminum en þetta fólk. T.d. fólk með tilfinningar, þó að það virðist ekki skipta fólk máli.

Þetta hefði jafnvel einhvern tíma verið kallað hreinræktuð íslensk FREKJA! Halda að allir hlutir komi mönnum við og öllum finnist sjálfsagt að svívirðingar séu eðlilegar yfir nafngift barns.

Kona og maður skírðu barnið sitt ofsalega fallegu nafni.

Ég er ánægð með konu og mann og ég er líka ánægð með nafnið. Mér finnst það fallegt. Mjög fallegt.

Lítið ykkur nær, misvitru merkikerti...


Voðalega gengur þetta vel hjá mér...

... Þetta blogg dæmi...

Núna er ég hætt að vinna hjá Kaupfélaginu...

Núna er ég hinsvegar byrjuð að vinna hjá Samkaup!

Er rosalega hrifin af nýju vinnuveitendum mínum. Margt svo sniðugt og skemmtilegt sem er í gangi og svo margt sem breytist til betri vegar. 

Ég er mjög ánægð með þetta fyrirtæki, fyrstu kynni eru góð. Gott og skemmtilegt fólk sem ég hef kynnst og eflaust miklu fleiri sem ég á eftir að hitta :)

Skólinn gengur vel, var í prófi í dag og veit ekki annað en mér hafi gengið ágætlega :) Hafði góða tilfinningu fyrir þessu allavega þegar ég skilaði prófinu. Ætla að vona að kennarinn hafi verið á sama máli..

Sigurður Alex minn er ennþá alveg jafn dásamlegur. Hann var Spider man á öskudaginn og var hinn kátasti með það! Bað nefnilega um það sjálfur og að sjálfsögðu átti "búningaleiga Siggu, Gumma, Arons og Ólivers" þann búning til í réttri stærð!

En jæja, núna er ég allavega búin að blogga..

Leiter..


Kominn föstudagur...

... eftir skrýtna viku.

Allt í sóma, allir vinir og lífið gengur sinn vanagang. Barnið, vinnan, almennt hreinlæti og kúka... Og jú, pissa..

Ekkert svosem krassandi að frétta, held að þeir sem þekkja mig viti hvað er í gangi og svo ræðum við það ekkert meir :D

Í kvöld ætla ég að drekka svolítinn bjór og hafa það náðugt.. Hitta Evu og Sigfríð og spila. Hlakka alveg óskaplega mikið til. Þarf á því að halda að hugsa um eitthvað annað. Eitthvað allt allt annað... 

Og að lokum..

Verum góð við hvort annað og elskumst.. KYSS!! :)


Skóli og Reykjavík

Við Sigurður Alex erum komin til Reykjavíkur eftir hádramatíska flugferð í gær. Eða nei nei, ég segi það ekki.. Sigurður Alex varð flugveikur og gubbaði í vélinni. Eyrún frá Breiðavaði var svo "heppin" að vera flugfreyjan okkar í þessari ferð og fékk að bera í okkur þurrkur, plastpoka, meiri þurrkur, meiri plastpoka og teppi til að vefja frekar nakið barnið í meðan hann var borinn útúr vélinni.. Fötin hans voru jú öll í farangursrýminu og ekki er gert ráð fyrir að maður komist þangað á miðri leið.

Abba og Abdehl sóttu okkur svo á völlinn og fóru með okkur heim til stórkostlegra þrifa.. Allt tekið, skolað og hent í vél.. 

Sigurður Alex elskar Abdehl, hleyour um allt kallandi á hann og finnst hann bara algjört æði! Fór að sofa að verða hálf tólf í gærkvöldi, fékkst loksins til að leggjast niður og slaka á og sofnaði þá að sjálfsögðu á nóinu.. Vaknaði svo fyrir klukkan 7 í morgun, æddi af stað og beint inn í herbergi til Öbbu og Abba til að fara að leika! 

Ég er svo í skólanum núna, í gríðarlega spennandi kúrs sem ber heitir Stjórnun og samstarf. Mjög spennandi. Sigurður Alex er að leika við þau hjón sem hýsa okkur, er að fara í heimsóknir og svo kemur að langþráðri stund eftir hádegið. Hann fær loksins að fara í Húsdýragarðinn! 

Síðar folks...


Rigning og rok

Það fer fátt meira í taugarnar á mér en rok. Bara gæti orðið vangefin!

 

Mér finnst mótmæli af hinu góða, en þetta er of langt gengið. Gangstéttarhellum grýtt í lögreglumenn. Táragassprengjur. Eldur borinn að dyrum Alþingishússins. Þetta er bara aðeins of mikið fyrir minn smekk.

Ég er hlynnt því að vera með læti og hávaða fyrir utan þingið til að reyna að vekja þetta fólk upp af Þyrnirósarsvefni sínum, finnst fátt mikilvægara en það. En ofbeldi gegn lögreglunni er ekkert sem fólk er að fara að græða á. Það Er bara þannig.

Það var mótmælt á Egilsstöðum í gærkvöld, en það var lítil mæting. Ég komst ekki, en ég var með í anda. Mér finnst gott að fólk sé að láta í sér heyra, það er nauðsynlegt að koma sínu á framfæri. 

Annars er ég bara að fara að drífa mig í vinnuna mína. Á morgun förum við Sigurður Alex svo suður til Reykjavíkur til Öbbu frænku! Hann er orðinn mikið spenntur, er búinn að tala við Öbbu frænku sína í símanum tvisvar og ræðir þar við hana húsdýragarðinn og svona gleði. :) Hann ætlar líka að hitta Helenu og Hjört Hilmar og honum finnst það gaman.

Ég bið að heilsa ykkur í bili. 

Síðar..


Blogg

Ég get ekki sofnað.. Er eitthvað hugsi..

Mér lýst vel á nýjan formann Framsóknarflokksins. Er ekki búin að kynna mér þetta samt til enda, en er að skoða þetta mál. Er allt vænt sem vel er grænt?

Annars er bara allt það besta að frétta. Gengur vel í vinnunni, skólinn byrjar í þessari viku og ég er á leið til Reykjavíkur á föstudaginn. Ég ætla að taka Sigurð Alex með mér, kominn tími til að hann fái að koma með í flugvélina sem hann talar svo mikið um. Hún á það nefnilega til að gleypa fólk og halda því ansi lengi í burtu! 

Annars hef ég kannski ekki endilega frá miklu að segja. Er andlaus. En er líka hugsi. Hugsa um allt milli himins og jarðar..

T.d. það að Steinunn sys og Andri eru að flytja til Danmerkur eftir örfáa daga. Ég hata kveðjustundir, svo ég er að hugsa um að kveðja þau ekki. Þá á ég nefnilega eftir að fara að skæla og það finnst mér ekki gaman. Það verður mjög gaman fyrir þau að róa á ný mið í Danaveldi, en mikið óskaplega á ég eftir að sakna þeirra. Svo ekki sé nú minnst á hversu mikið Sigurður Alex á eftir að sakna þeirra. En Guði sé lof fyrir tölvur, internet og webcamerur!

Hef ég einhvern tíma sagt ykkur að mig langar að búa í sveit? Mig langar það svo óskaplega mikið að það er farið að verða erfitt að hugsa um það! Margt að brjótast um í kollinum á manni og ekki margt af því framkvæmanlegt! En það má alltaf láta sig dreyma...

Þá er þessum heimspekilegu vangaveltum lokið í bili..

Stay Tuned...


Úllalla...

Guðrún systir er á þessari mynd.. Pabbi tók hana... Fallegt ;)

 

Og hvurs konar eiginlega andskotans rugl er þetta...  Þoli ekki svona aðgerðir. Skil þær heldur ekki. Gott að geta bara gert það sem manni sýnist til að sleppa við að borga peninga. Eða eitthvað svoleiðis... Þetta er bara ógeðslega pirrandi..!!


mbl.is Brúaröræfi eru þjóðlenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Draugar í tölvupósti

Ég er að bíða eftir mjög mikilvægum tölvupósti frá Grétu frænku minni.. Hann er ekki að skila sér, en samt er hún búin að senda hann frá öllum sínum tölvupóstföngum...

En ég er búin að finna út út af hverju....

Þetta er nefnilega póstur um jólaboðið sem er alltaf um jólin hjá henni... Núna á að vera bingó... Og ég held að bláa höndin sé að "hlera" tölvupóstinn hennar og leyfir honum ekki að komast áfram af því að henni er ekki boðið! 

Ég er uppfull af samsæriskenningum...

En gleði...

Pabbi minn ætlar að vera hjá okkur á aðfangadagskvöld... Það er æði! Hef ekki eytt jólum með pabba mínum síðan ég bara man ekki hvenær... Hlakka óskaplega mikið til... Og líka Sigurður og líka Sigurgeir.. 

Hver veit nema ég eldi eins og einn sviðakjamma fyrir hann... Hann er uppfullur af því kallinn að vilja borða svið á jólunum... 

Svið eru góð...

Og líka slátur... En ég ætla ekki að hafa slátur á jólunum.. Ég ætla að hafa svínabóg.. Og kannski svið... 

Eruði búin að ná því... Svið..

Og svo ætla ég að gera eitthvað ógó skemmtilegt öll jólin og hlakka alveg gríðarlega mikið til að fá börnin austur þann 28. desember og eyða með þeim áramótunum! Ég bara get ekki beðið!

Og svo ætla ég að segja bless.....

Stubbar segja bless bless, Stubbar segja bless bless....


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband