5.2.2007 | 20:36
Frábært!
Þetta er rosalega þroskað af Flugfélagi Íslands. Endilega drepið niður alla samkeppni svo þið getið áfram okrað á innanlandsfluginu. Finnst fólki eðlilegt að borga um 25.000 krónur fyrir flugfargjald frá Egilsstöðum til Reykjavíkur og til baka? Mikið ofsalega er þetta vanþroskað. En ég segi fyrir mína parta, að ef Iceland Express fær ekki að lenda í Reykjavík að ég vona að þeir lendi þá í staðinn bara í Keflavík. Og eins mikið og ég er á móti flutningi innanlandsflugvallar þangað, þá flygi ég samt frekar með þeim.
Maður lætur ekki taka sig smjörlíkislaust í óæðri að eilífu...
Iceland Express fær ekki inni á Reykjavíkurflugvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
*fliss*
Gréta (IP-tala skráð) 5.2.2007 kl. 20:37
Pfff, ekki heldurðu að IE gæti ekki fundið annan skúr á Reykjavíkurflugvelli ef þeir vildi?
Raunverulega ástæðan er sú að þeir eru ekki og hafa aldrei verið flugrekandi og vilja ekki verða það því þá þyrftu þeir að vera með tryggingar fyrir farþegar sína.
óli (IP-tala skráð) 5.2.2007 kl. 21:22
Fokkings fávitar!
Sorry orðbragðið...
Guðný Drífa (IP-tala skráð) 5.2.2007 kl. 22:34
Oooo mig langar að það verði ódýrara ap fljúga heim!!!! En ég held enn áfram að vona;)
Steinunn (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 11:43
Já ég er ekki sátt við að borga 25000kr fram og til baka yfir eina helgi,aðeins of dýrt,en maður gerir það nú samt til að geta heimsótt ættingjana fyrir austan
Petra, 8.2.2007 kl. 00:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.