Sautján árum síðar.

14. des klukkan hálf 10 um morguninn fæddist Ásgerði systur og Kela sonur. Hann var 15 merkur og 51 cm og er sko alveg dásamlega fallegur! Þau koma svo sennilegast heim í dag, og það er mikil tilhlökkun í gangi á þessu heimili. Jafnt hjá mér sem Ástu Evlalíu! Hefur ekki hitt foreldra sína í viku og aldrei hitt þennan dásamlega bróðir sinn, en séð þeim mun fleiri myndir af honum.

Annars er bara sæmó að frétta héðan. Jólin nálgast á ógnarhraða, og enn töluvert eftir að gera. Sigurður Alex lasinn, sem er bara orðið meira normið heldur en hitt! Verður vonandi búinn að jafna sig fyrir jól.

Vinnan gengur vel, svona þegar ég mæti í hana. Við Sigurgeir skiptumst á að vera heima með barninu svo að vinnan verður fyrir vikið frekar stopul. En svona er þetta bara, barnið gengur fyrir og þannig verður það alltaf.

En jæja, best að nota tímann til að klára að græja og gera. Er í morgun búin að þrífa forstofuna og baðherbergið.

Síðar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Drífa Snæland

Það tekur því ekkert að þrífa fyrr en um næstu helgi...

SLAPPAÐU AF KONA!

Guðný Drífa Snæland, 19.12.2007 kl. 13:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband