Jæja

Ég er rosalega duglegur bloggari...

Hvað er að frétta! Það er komið sumar :D Er búin að finna mér hin ótrúlegustu verkefna utandyra í vinnunni í dag og vinn þau með bros á vör!

Annars er ég bara í gríðarlegu stuði þessa dagana. Hlutir samt að ná að pirra mann, en þá er náttúrulega um að gera að vera jákvæður og sjá björtu hliðarnar á hlutunum. Og þeir eru svo sannarlega margir..

Síðan ég bloggaði síðast er ég t.d. búin að fara með Sigurð Alex minn á sjúkrahús á Akureyri þar sem við vorum í 4 daga í góðu yfirlæti. Hann fékk RS-vírusinn þessi elska, þurfti hjálp við að anda en er sem betur fer að verða búinn að jafna sig á þessu öllu saman. Var svo heima með hann allan mars mánuð. Veikindi barnanna manns eru eitthvað það erfiðasta sem til er í lífinu. En við lifðum þetta af svo núna er bara málið að halda áfram að vera jákvæður! Það gefur manni helling. Þetta kom ekkert endilega vel við budduna, en maður er nú ekki Íslendingur fyrir ekki neitt svo þetta reddast allt!

En jæja, kannski best að fara að vinna. Blogga aftur innan tíðar... ekki eftir 2 mánuði... Lofa.

Sirrý..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhildur Daðadóttir

Vertu bara velkomin á bloggið aftur  

Og já, það er alveg satt hjá þér.  Það er alveg hræðilegt þegar börnin mans verða veik.  Manni finnst ekkért mál að verða veikur sjálfur.  En börnin, það er annað mál.

Knús og kveðjur

Þórhildur Daðadóttir, 18.4.2008 kl. 14:01

2 identicon

áfram með Pollíönu hugsanirnar.....það er það sem heldur mér gangandi 365 daga á ári....

Eva Kjerúlf (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 10:51

3 identicon

Já þú ert nú að standa þig bærilega í blogginu, bínu slitróttar fréttir reynda....

Gréta A (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 10:34

4 identicon

GÓÐAN DAG!!!! Til hamingju með að hafa bloggað Sirrý. Ég sé að SÍKRETIÐ er tekið á þetta allt saman.

Blessaður.....
Óver end át...

Hafrún fallega.

Hafrún (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband