21.4.2008 | 18:05
Pollýanna...
Ég er að reyna að vera Pollýanna þessa dagana, en það virðist einhvern veginn allt vera að reyna að koma í veg fyrir það.
Skil ekki neitt þessa dagana. Jákvæður smjákvæður hvað?
Misgáfað fólk er að ergja mig. Er að reyna að láta það ekki ergja mig en það er nú samt bara þannig.
Peningar eru að ergja mig, eða eigum við að segja skorturinn á þeim!
Sumarið er að ergja mig. Þegar það er sumar þá langar mig að vera í sveitinni og af því að ég er ekki í sveitinni núna þá er ég örg.
Birtan á morgnanna er að ergja mig, eða eigum við að segja að hún sé að ergja barnið mitt öllu heldur. Að vakna klukkan 6 á morgnanna er ekki mín sterkasta hlið. En hvað gerir maður ekki fyrir þessar elskur, yfirleitt með bros á vör. Hvað er skemmtilegra en lítill gormur sem hnoðast ofan á manni og kallar "halló halló halló, mamma, Sijý.... halló halló halló halló, pabbi, sigugei!!!!!!" Bara snilld....
Og það er ekkert meira sem er að ergja mig... Best að segja frá því sem er að gleðja mig.
Misgáfaða fólkið er ekki að ná til mín með bullinu í sér svo það er hætt að ergja mig.
Peningar eru ofmetið fyrirbæri. Ég á nóg af þeim, þarf bara að finna þá! Svo þeir eru hættir að ergja mig.
Ég fer í sveitina mína allar stundir sem ég hef aflögu í maí... Svo það er hætt að ergja mig að vera ekki þar. Svo ætlar afi minn einhvern tíma að kaupa heitan pott.... Hann sagði það í dag, manstu ekki afi minn??
Birtan á morgnanna gerir það að verkum að ég fer að sofa fyrir 10 á kvöldin svo ég er svo langt í frá þreytt þegar ég þarf á fætur milli 6 og 7... Svo birtan er hætt að ergja mig....
Kannski virkar Pollýanna eftir allt saman?????????
Bless í bili fólk.......
Athugasemdir
Þú ert mín einkapollýanna Sirrý. Mér finnst þú einum of töff.
Misgáfað fólk má líka bara eiga sig. Það er búið að drulla upp á bak. En ekki við, því við erum svo fallegar.
Hafrún fallega (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 08:09
Við ættum að stofna svona Pollýönnuklúbb, því ég var einmitt að tala um það í gær að nú þurfti maður að fara að lít á björtu hliðarnar. Lífið er bara yndislegt!
Þórhildur Daðadóttir, 22.4.2008 kl. 11:13
sko.... pollýana KLIKKAR ALDREI ....þetta með peningana... okkur er öllum ætlað að synda í þeim, en við þurfum bara að finna þá
þú lætur mig kannski vita ef þú finnur þá
roðn... vantar svona 4-5 krónur.. eða er betra að fá þá í evrum í dag???
Eva Kjerúlf (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 09:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.