Miðvikudagur.. samt föstudagur!

Það er hálfgerður föstudagur í dag. Það er sko algjör snilld. Helena, Hjörtur og Íris eru komin austur og það er sko gleði! Íris bumbó er svo geislandi fögur svona preggý Joyful

Allt gott að frétta af okkur eins og venjulega, nema kannski fyrir utan það að bíllinn okkar er bilaður! Mér er því alveg sama um allt bensínverð og bull, ég þarf ekkert bensín að kaupa! Tounge

Ætlaði semsagt að snarast í bílinn í morgun, fara með barnið á leikskólann og rassinn á sjálfri mér í vinnuna. Spennti barnið í bílinn, sjálfa mig svo líka og allt reddý. Starta bílnum og þá, HVISSSSSSSSSSSSSSSSSSS - - klong kling klúng klonk.... Hleðsluljós og olíuljós kvikna. Ég ríf upp símann og hringi í minn ektamann og segi honum af óförum mínum með mikilli leikrænni tjáningu. Hann fullvissar mig um að fyrst bíllinn er í gangi þá sé í lagi að læðast á honum í vinnuna. Helst eftir að ég væri búin að labba með barnið samt. Jæja þá, ég ákveð að prufa... Set í bakkgír og ætla að beygja með mikilli reisn út á götu.....EN ÞÁ GAT ÉG EKKI BEYGT!!!!!! Ákvað bara að skilja bílinn eftir og labba. Var svo tekin uppí fljótlega svo ég slapp við að vera heilsusamleg og labba alla þessa leið!

En jæja, ætla að fara að vinna eitthvað. Er að stelast hérna..... W00t

Leiter gæs...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heppin!! Ekkert að kaupa bensín!!!

Gréta A (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 12:44

2 identicon

Hver er líka tilgangurinn með að vera á bíl þegar að tryggasti vinurinn þinn getur skutlað þér?? hehe;)

Hafrún (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 12:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband