27.4.2008 | 08:30
Sunnudagur
Ég er eilítið sybbin... Sonur minn vaknaði 7... Ég fór að sofa klukkan 3... Sem gefur mér 4 klukkutíma í svefn... Það er svo sannarlega ekki nóg fyrir mig. Það var bara komið að mér í röðinni að vakna með barninu. Svo ég geri það að sjálfsögðu... Leyfi kallinum að sofa eitthvað frameftir og fer svo og rek hann fram til að ég fái að fara að sofa. Jæja, fannst ykkur þetta ekki reglulega skemmtilegur kafli um að sofa... sofa, sofa, sofa..... Ég held að ég sé með svefn á heilanum.
Sátum hér langt frameftir í nótt og spjölluðum, ég, Helena, Sigurgeir og Bjarni. Hann vinnur með Sigurgeir altsvo. Minn tryggastu vinur yfirgaf mig snemma svo við sátum eftir þessi 4. Átti mjög gott spjall við Helenu, takk fyrir það kærlega Svo bara leið tíminn á ógnarhraða og áður en ég vissi var bara komin hánótt!
Barnaefni getur samt ekki verið sérstaklega dýr rekstrarliður í starfsemi sjónvarpsstöðva. Núna er að byrja þáttur með Brumma. Það var líka til þegar ég var krakki. Gaman að því!
En jæja, ætla að fara að gera eitthvað... Veit samt ekkert hvað það er en ég meina... slaka bara á! hehehehehehehehehehe
Athugasemdir
One Tree Hill....labba....heilsuátak...töff...hehe:)
Þessi í 27 dresses...ekki sú sem ég hélt...tók mig langan tíma að finna þetta...haha:)
Á eftir.....berrassaður!!!
Hafrún tryggasti vinur þinn;) (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 17:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.