1. maí

Í dag er 1. maí. Við í fríi og Bryndís og Hrafnkell komin til okkar. Komu í gærdag, mikil mikil gleði hjá öllum. Finnst svo gaman að hann Sigurður Alex þekkir þau alltaf aftur og er svo glaður að sjá þau, þó svo að eitthvað líði á milli.

Og svo er ég náttúrulega enn í skýjunum yfir vinnunni minni og öllu því sem henni fylgir. Samt best að taka það fram að þetta er náttúrulega allt með fyrirvara um að ég komist inn í námið, kemur í ljós næstu vikur og daga. En þar sem þetta er starfstengt nám og sótt um í samráði við vinnuveitanda þá er þetta mjög líklegt allt saman. Allir í það minnsta afar jákvæðir!

Þetta verður vinna, ég verð að vinna fulla vinnu í Kaupfélaginu, svo í fjarnámi og svo með heimili og fjölskyldu, en það verður bara að skipuleggja sig vel og þá gengur þetta upp. Ég er allavega ákveðin í því að láta þetta ganga upp. Það er ekki á hverjum degi sem maður fær svona tækifæri í lífinu. Og heldur ekki á hverjum degi sem maður fær svona þvílíka viðurkenningu fyrir störf sín. Ég er þó allavega að gera eitthvað rétt þarna!

En jæja, best að koma sér eitthvað út. Kíkja í kaffi eitthvert eða eitthvað.

Bið að heilsa ykkur í bili... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með ákvörðunina!! Þú átt eftir að rúlla þessu upp og svo sannarlega gaman að fá svona frábæra viðurkenningu fyrir það sem maður gerir! :) Það verður alveg örugglega nóg að gera hjá þér en þú átt eftir að fara létt með þetta! Skipulagning og jákvæðni!! ;)

Heyrumst elskan....þarf að fara að hringja í þig og spjalla "soltið"! ;)

Auður

Auður (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 19:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband