2.5.2008 | 18:46
Föstudagurinn 2. maí
Hvað getur maður sagt... Á einhver auka klukkutíma í sólarhringinn fyrir mig....? Voðalega sem maður er upptekinn þessa dagana! Það er svo mikið að gera í vinnunni minni elskulegri, að ég bara veit ekki af mér fyrr en dagurinn er búinn! Frábært að hafa nóg að gera og ég elska vinnuna mína meira með hverjum deginum. Er ofsalega sátt við ákvörðun mína í sambandi við þetta allt saman. Hlakka svo til að hefja námið að ég get varla beðið!!
Annars er bara allt gott að frétta eins og venjulega. Bryndís og Hrafnkell náttúrulega hjá okkur og alveg rosalega ofboðslega mikil gleði með það! Sigurður Alex er svo hrifinn af þeim að það hálfa væri nóg, nær sko alveg að snúa þeim í fleiri fleiri hringi í kringum sig! Og þau eru líka svo hrifin af honum að þetta er allt svo ofsalega dásamlegt... Getum bara ekki beðið eftir sumarfríinu þegar við fáum að hafa þau í mánuð!!
En jæja, ætla að fara að éta bráðum... Pizzu sem við Bryndís brösuðum í sameiningu... Hugsið ykkur samt.... Bryndís er að verða 13 ára!! Ég bara skil þetta alls ekki, ég sem er bara 17! Alveg ótrúlegt dæmi!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.