6.5.2008 | 16:13
Bleikir sveppir
Ég vildi óska að það væru í alvörunni til bleikir sveppir. Finnst þeir svo krúttlegir... Mig langar í bleika sveppi!!
Annars bara allt fínt að frétta... Er í vinnunni að stelast til að blogga... Er búin að vera á fullu í allan dag svo ég bara geri þetta með nokkuð góðri samvisku!
Ég er að fara í sveitina mína á föstudaginn og ætla ekki að koma aftur fyrr en á sunnudaginn í fyrsta lagi. Við Sigurður Alex ætlum að fara að fylgjast með Aðalsteini, Aðalsteini, Aðalsteini og Aðalsteini í sauðburði. Það þarf nú svona eins og eina Sigríði og einn Sigurð til að jafna út allt þetta Aðalsteina kraðak sem þarna verður. Veit ekki hvernig þetta á eftir að fara hjá þeim. Ég redda þessu bara. Það allavega mun ekkert vanta upp á sjálfsálitið hjá Vaðbrekkubúum þessa helgina...
En jæja... Bless í bili
Athugasemdir
Og hvar varstu í hádeginu þegar ég ætlaði að koma og slúðra með þér, það var bara skellt á mann ég er pínu sár
Gréta A (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 18:26
Er það ekki bara á hlaupársdag sem að vantar upp á sjálfsálitið hjá ykkur, krúttin mín
Ég held allavega að það sé til staðar alla hina 365
Þórey Birna Jónsdóttir, 8.5.2008 kl. 12:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.