Blessuð sértu sveitin mín

Komin heim úr sveitinni. Ég elska sveitina mína. Af hverju bý ég ekki lengur í sveit? Mig langar svo mikið að búa í sveit.

Það var gaman í sveitinni. Tók næturvaktir með Hafrúnu samlokubrauði og við skemmtum okkur konunglega! Fórum náttúrulega bara á kostum eins og okkar er von og vísa...

Svo komum við heim á sunnudaginn og þá bara fékk ég svona tómahljóð í hjartað. Finnst alltaf svo leiðinlegt að fara. Næsta ár munu þeir Aðalsteinn, Aðalsteinn, Aðalsteinn og Aðalsteinn ekkert losna við mig. Ég mun hanga yfir þeim allan tímann.. Verði þeim að góðu. Björk vill alveg örugglega hafa mig allavega, ég er svo klikkuð alltaf...

En jæja, ætla að fara að sofa.. Er þreytt, en varð bara aðeins að fikta í nýja tölvugripnum mínum og er núna búin að vera að því í ansi marga klukkutíma! Núna bíð ég bara eftir að skólinn byrji, ég er svo spennt að ég get varla beðið...

Sirrý segir bless bless, Sirrý segir bless bless..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gréta segir kvitt, kvitt,

Gréta segir kvitt, kvitt,

Gréta (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 11:25

2 identicon

Kræst já þeir losna heldur ekki við mig...tökum okkur sauðburðarfrí og verum bara þarna í sveitasælunni og allri þessari þögn. Einum of ljúft og gott að vera þarna. Pissaði næstum því á mig af hlátri á næturvöktunum.......það er einum of gaman...!!!

Hafrún (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband