Fjölskyldufréttir

Sveinbjörn Árni Björgvinsson slasaði sig í gær við vélhjólaakstur. Fór aftur fyrir sig á hjólinu og fékk það ofan á löppina á sér. Uppskar við þessi ósköp skurði, brák og almenna vanlíðan í löpp.. Hann var fluttur með sjúkrabíl á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri þar sem gert er að sárum hans. 

Ég heyrði í honum áðan og hann var hinn brattasti! Lá í rúminu og horfði á Nágranna í sjónvarpinu. Var sko ekki hið minnsta stressaður, tók þessu öllu með verulegu jafnaðargeði.

En já, hann bað mig semsagt að láta vita af sér hér, til að taka af allan vafa um hvað kom fyrir. Hann vill koma því á framfæri að hann var á 15 kílómetra hraða í mesta lagi og var ekki að viðhafa almennan glannaskap. Þetta var bara slys.

Læt ykkur vita hvernig þetta mun ganga hjá honum. Þar sem hann er með eindæmum bjarstýnn maður vonar hann að hann fái að fara heim í dag, en það verður að koma í ljós. 

Bless í bili og bestu kveðjur frá Sveinbirni :O)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jiminn...gott að vita samt að hann er hress.

Dagur 2!!!!

Hafrún (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 13:48

2 identicon

Sveinbjörn frændi er dásemdar skynsemisdrengur.  Datt ekki annað í hug en þett væri "freak-accident"

 Skilaðu kveðju til kauða.

Ingunn Bé (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 14:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband