28.7.2008 | 09:49
Það besta sem ég hef heyrt...
Aðalsteinn bróðir minn ætlaði til Akureyrar í gær og hafði með sér hann Sveinbjörn frænda til að stytta sér stundir. Þegar þeir voru komnir upp múlann fór þeim að finnast skrýtin hljóðin sem bárust frá bílnum svo þeir ákváðu að snúa við og kíkja á bílinn á Skjöldólfsstöðum. Eftir að vera búnir að velta þessu fyrir sér nokkra stund ákváðu þeir að þetta gengi ekkert svona og hringdu í bjargvættinn mig til að bjarga sér. Ég átti sumsé að koma með bílinn hans Sveinbjörns, sem við erum á þessa dagana sökum áunninnar fötlunar hans, upp í Skjöldólfsstaði svo þeir gætu farið á honum norður og klárað erindi sitt þar. Það vildi nú ekki betur til en svo að ég var búin að bragða á áfengum drykk og harðneitaði að hreyfa bílinn. Þeir ákváðu því að finn eitthvert annað fórnarlamb til að færa sér bílinn.
Þeir hringdu í vinnufélaga Sveinbjörns sem var alveg til í að gera þetta fyrir þá, bara ekki vandamálið... Hann átti því að fara heim til mín og sækja bílinn. Í rauninni í sömu götu og Villi býr, bara endahúsið. Alveg á endanum. Þetta voru upplýsingarnar sem hann fékk. Ég var að snúast eitthvað hér heima og nennti því ekki að bíða eftir manninum til að afhenda honum lyklana, svo ég setti þá í svissinn og lét Sveinbjörn vita af því. Ekkert mál með þetta, ég taldi það víst að bílinn sæi ég ekkert í stæðinu fyrr en á morgun og spáði ekkert mikið í þetta meir.
Fyrr en mér verður litið út um gluggann 2 tímum síðar og sé mér til mikillar undrunar að bíllinn stendur ennþá í hlaðinu. Ég tek upp símann, hringi í Aðalstein og spyr hann hvað sé eiginlega að frétta af manninum sem átti að sækja bílinn? Svarið við þeirri spurningu var ofsafenginn hlátur.
Maðurinn hafði jú sótt gráan Subaru Legacy og brunað á honum upp í Skjöldólfsstaði.......... BARA EKKI RÉTTAN BÍL!!!!!
Tók sumsé bílinn hjá fólkinu sem býr hér nokkrum húsum frá.
Til hamingju með þetta vinnufélagi Sveinbjörns. Þetta gerði gærdaginn bara ennþá betri en ég hef vitað daga yfirleitt. Ég er enn að bilast úr hlátri yfir þessu...
Bjarni í Skógum er hinsvegar ekki hlæjandi. Þeim fannst þetta ekki fyndið og hringdu á lögregluna.
Eitt gott gæti reyndar komið útúr þessu. Þau skilja lyklana af bílnum alveg örugglega ekki eftir í honum aftur....
Hahahahahaha........
Athugasemdir
bwahahahahahahaha....
Gréta A (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 10:03
Bara snilld!!!!!
Ragga A (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 10:34
Hahahahahahahahaha!! :D
Guðrún Sig (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 11:46
hehehehe æði hehehe
Ragnheiður , 29.7.2008 kl. 13:11
þetta var bara fyndið hahahahahahahaahah
bryndís anna (IP-tala skráð) 29.7.2008 kl. 18:50
Svona nokkuð bjargar alveg deginum
Þórhildur Daðadóttir, 31.7.2008 kl. 18:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.