25.8.2008 | 21:10
Skólaganga hafin.
Fór suður um helgina til að hefja nám mitt við háskólann á Bifröst. Er búin að bíða eftir þessum degi sennilega lengur en ég kæri mig um að muna. Hef einhvern veginn alltaf ætlað í skóla aftur, en aldrei neitt orðið úr því. Stór ástæða fyrir því hefur alltaf verið fjárhagurinn. Komin með fjölskyldu, íbúð, skuldbindingar og þar fram eftir götunum. Sennilega hefur líka þorið ekki verið meira.
En skólinn er dásamlegur. Það er rosalega gott að vera þarna á Bifröst. Mér líkar vel við fólkið sem er með mér þarna. Ég var hins vegar yfirkeyrð af stressi og þreytu á föstudagskvöldið, svo að ég gat ekki sett mig alla í að skemmta mér með fólkinu. Það verður næst, þegar ég verð búin að ná þessu betur og veit hvað ég er að fara að gera...
En ætla að fara að gera eitthvað af viti.
Sirrý NÁMSMAÐUR!!!
Athugasemdir
Glæsó, glæsó - gangi þér vel með þetta allt saman, veit þú rúllar þessu upp.
Knús, Raggz
Ragga A (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 16:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.