Kominn tími á skrif.

Löngu orðið tímabært að rita eitthvað á þessa síðu mína. Er bara alveg föst á Facebook og hef ekki tíma til að gera neitt annað en það!

Annars er bara ágætt að frétta héðan úr Árskógum 1a íbúð 102. Fyrir utan það kannski helst að Sigurgeir er farin í úthald upp í Kárahnjúka. Úthald númer 2. Kemur sér vel fyrir budduna, en kannski ekkert endilega alltof vel fyrir geðheilsuna. En þetta verður nú ekki til eilífðar, ég lifi af. 

Fínt að frétta úr vinnunni líka, bara brjálað að gera en það er líka æði.. Segi frekari fréttir af því í næsta bloggi..

Skólinn gengur glimrandi. Búin að fara í fyrsta prófið og gekk það líka bara svona fínt. Skrái mig inn á Námskjá svona að meðaltali einu sinni á klukkustund til að vita hvort ég sé ekki búin að fá einkunn! Er bara eilítið spennt..

En jæja, ætla að fara að koma mér í háttinn.. Gamalt fólk þarf að sofa mikið..

Síðar..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sjúkket - ég var farin að halda að það hefði eitthvað komið fyrir þig. Gaman að heyra frá þér gamla mín ; )

Ragga A (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 03:24

2 identicon

Já mar, ég líka

Gréta (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 16:05

3 identicon

AAHAHAHA ÉG LÍKA....!!!!

Eva Kjerúlf (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband