28.10.2008 | 22:53
Fyndna sagan
Ég er svo fyndin. En samt aðallega Gunna. Sagan er þessi:
Svanhildur í Söluskálanum er sérstakt áhugamál Guðrúnar Freydísar Sævarsdóttur. Hún hefur furðulega gaman af því að stríða henni og ég hef furðulega gaman af því að taka þátt í því..
Við ákváðum að grilla aðeins í henni. Þetta var svo vel útpælt hjá okkur. Við stofnuðum Gmail póstaðgang sem var í nafni Sigurbjargar Alfreðsdóttur. Svo sendum við Svanhildi póst í hennar nafni. Pósturinn innihélt pöntun á hlaðborði í söluskálanum 8. nóvember fyrir 120 konur úr kvennakórnum Liljunni á Sauðárkróki. 2 í hópnum áttu einmitt afmæli þennan dag svo að það varð að vera ein kaka fyrir allan hópinn. Eins báðum við hana að reyna að finna fyrir okkur sal svo að við gætum haldið tónleika..
Þessi póstur var náttúrulega mikil gleði fyrir verslunarstjórann í söluskálanum..
alveg þangað til að við fórum til hennar og færðum henni ístertu og hlógum í svona klukkutíma.
Þá komum við að ístertu sögunni. Þann 1. apríl síðastliðinn fékk Gunna nefnilega hann Hannibal á ferðaskrifstofunni til að panta ístertu í söluskálanum fyrir fullt af fólki. Tertan þurfti að vera í laginu eins og Grænland, úr grænum ís og svo þurfti að pakka henni vel af því að það átti að fljúga með hana út til Grænlands og borða hana þar.
Svanhildur keypti þetta, þann 1. apríl! Hahahahha... Þess vegna fannst okkur tilvalið að færa henni ístertu eftir grínið okkar, og hún var ekki lengi að fatta djókið...
Við Gunna eigum ekki von á góðu... Eða allavega ekki Gunna, ég slepp víst betur...
Takk og bless...
Athugasemdir
You two are so BAD!!!!
Ragga A (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 23:55
Bwahahaha, ég elska vinnustaða grín...
Gréta (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 15:23
Hahaha já þetta er ansi nettur djókur
Dagmar Ýr Stefánsdóttir, 30.10.2008 kl. 08:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.