20.1.2009 | 01:13
Blogg
Ég get ekki sofnað.. Er eitthvað hugsi..
Mér lýst vel á nýjan formann Framsóknarflokksins. Er ekki búin að kynna mér þetta samt til enda, en er að skoða þetta mál. Er allt vænt sem vel er grænt?
Annars er bara allt það besta að frétta. Gengur vel í vinnunni, skólinn byrjar í þessari viku og ég er á leið til Reykjavíkur á föstudaginn. Ég ætla að taka Sigurð Alex með mér, kominn tími til að hann fái að koma með í flugvélina sem hann talar svo mikið um. Hún á það nefnilega til að gleypa fólk og halda því ansi lengi í burtu!
Annars hef ég kannski ekki endilega frá miklu að segja. Er andlaus. En er líka hugsi. Hugsa um allt milli himins og jarðar..
T.d. það að Steinunn sys og Andri eru að flytja til Danmerkur eftir örfáa daga. Ég hata kveðjustundir, svo ég er að hugsa um að kveðja þau ekki. Þá á ég nefnilega eftir að fara að skæla og það finnst mér ekki gaman. Það verður mjög gaman fyrir þau að róa á ný mið í Danaveldi, en mikið óskaplega á ég eftir að sakna þeirra. Svo ekki sé nú minnst á hversu mikið Sigurður Alex á eftir að sakna þeirra. En Guði sé lof fyrir tölvur, internet og webcamerur!
Hef ég einhvern tíma sagt ykkur að mig langar að búa í sveit? Mig langar það svo óskaplega mikið að það er farið að verða erfitt að hugsa um það! Margt að brjótast um í kollinum á manni og ekki margt af því framkvæmanlegt! En það má alltaf láta sig dreyma...
Þá er þessum heimspekilegu vangaveltum lokið í bili..
Stay Tuned...
Athugasemdir
Sirrý við förum bara í flugvélina og heimsækjum Steinunni !
Við erum semsagt eins með kveðjustundir ég þoli þær ekki!
en annars bara að kvitta og láta vita að ég skoða*:)
Guðrún Sig (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 01:44
Formúlublogg!!!!! Já, sæll. Gaman að fá smá blogg frá þér. Ég hata líka kveðjustundir, úff!!
Ragga A (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 04:46
Úff þið getið rétt ímyndað ykkur hvað ég kvíði fyrir kveðjustundunum.. Ég er ekki alveg búin að ákveðja hvenrig ég ætla að fara að þessu en hugmyndin um að fara í flugvélina að heimsækja mig er góður kostur.. Þó svo að hugmyndin um að fara bara óvart einum degi fyrr sé freistandi og kveðja bara engan;)
Steinunn (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 22:15
níddu... var þetta örugglega Sirrý sem var að blogga þetta?? Getur hún verið svona djúp ahahahaha og hugsað svona mikið???
Eva Hrund (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 22:46
Mig langar líka til að búa upp í sveit
Gréta A. (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 21:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.