22.1.2009 | 08:35
Rigning og rok
Það fer fátt meira í taugarnar á mér en rok. Bara gæti orðið vangefin!
Mér finnst mótmæli af hinu góða, en þetta er of langt gengið. Gangstéttarhellum grýtt í lögreglumenn. Táragassprengjur. Eldur borinn að dyrum Alþingishússins. Þetta er bara aðeins of mikið fyrir minn smekk.
Ég er hlynnt því að vera með læti og hávaða fyrir utan þingið til að reyna að vekja þetta fólk upp af Þyrnirósarsvefni sínum, finnst fátt mikilvægara en það. En ofbeldi gegn lögreglunni er ekkert sem fólk er að fara að græða á. Það Er bara þannig.
Það var mótmælt á Egilsstöðum í gærkvöld, en það var lítil mæting. Ég komst ekki, en ég var með í anda. Mér finnst gott að fólk sé að láta í sér heyra, það er nauðsynlegt að koma sínu á framfæri.
Annars er ég bara að fara að drífa mig í vinnuna mína. Á morgun förum við Sigurður Alex svo suður til Reykjavíkur til Öbbu frænku! Hann er orðinn mikið spenntur, er búinn að tala við Öbbu frænku sína í símanum tvisvar og ræðir þar við hana húsdýragarðinn og svona gleði. :) Hann ætlar líka að hitta Helenu og Hjört Hilmar og honum finnst það gaman.
Ég bið að heilsa ykkur í bili.
Síðar..
Athugasemdir
Góða ferði í Reykjavíkina, nafni minn verður auðvitað á Austurvelli er það ekki ??
Gréta A. (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 20:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.