24.1.2009 | 10:34
Skóli og Reykjavík
Við Sigurður Alex erum komin til Reykjavíkur eftir hádramatíska flugferð í gær. Eða nei nei, ég segi það ekki.. Sigurður Alex varð flugveikur og gubbaði í vélinni. Eyrún frá Breiðavaði var svo "heppin" að vera flugfreyjan okkar í þessari ferð og fékk að bera í okkur þurrkur, plastpoka, meiri þurrkur, meiri plastpoka og teppi til að vefja frekar nakið barnið í meðan hann var borinn útúr vélinni.. Fötin hans voru jú öll í farangursrýminu og ekki er gert ráð fyrir að maður komist þangað á miðri leið.
Abba og Abdehl sóttu okkur svo á völlinn og fóru með okkur heim til stórkostlegra þrifa.. Allt tekið, skolað og hent í vél..
Sigurður Alex elskar Abdehl, hleyour um allt kallandi á hann og finnst hann bara algjört æði! Fór að sofa að verða hálf tólf í gærkvöldi, fékkst loksins til að leggjast niður og slaka á og sofnaði þá að sjálfsögðu á nóinu.. Vaknaði svo fyrir klukkan 7 í morgun, æddi af stað og beint inn í herbergi til Öbbu og Abba til að fara að leika!
Ég er svo í skólanum núna, í gríðarlega spennandi kúrs sem ber heitir Stjórnun og samstarf. Mjög spennandi. Sigurður Alex er að leika við þau hjón sem hýsa okkur, er að fara í heimsóknir og svo kemur að langþráðri stund eftir hádegið. Hann fær loksins að fara í Húsdýragarðinn!
Síðar folks...
Athugasemdir
Æi litla greyið að verða flugveikur, eins og hann hlakkaði nú til að fara í flugvélina
Gréta A. (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 17:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.