Aðgátin..

Kona og maður eignast barn.

Kona og maður ákveða að skíra barnið sitt.

Kona og maður eru ánægð með nafnavalið.

Kona og maður fá endalaust að heyra það að þetta sé ekki fallegt.

 

HVAÐ Í FJANDANUM KEMUR FÓLKI ÞETTA VIÐ!! 

 

Ég var miður mín fyrir hönd konu og manns. Eða, nei, kannski ekki miður mín þeirra vegna, þau eru sterkir einstaklingar sem kalla ekki allt ömmu sína. Ég er miður mín fyrir hönd fólks sem virðist vera svo fullkomið í heimsku sinni að það heldur að svona hlutir komi sér við.

Ég er líka miður mín fyrir hönd þessa fólks fyrir að láta svona hluti útúr sér við Konu sem er nýbúin að eignast barn og er viðkvæm eftir því. 

Ef að fólk heldur að svona framkoma sé eðlileg, þá þarf fólkið jafnframt að fara að athuga hvort að normið sé ef til vill eilítið brenglað. 

Hvernig væri að stíga útúr kassanum og sjá að það eru fleiri í heiminum en þetta fólk. T.d. fólk með tilfinningar, þó að það virðist ekki skipta fólk máli.

Þetta hefði jafnvel einhvern tíma verið kallað hreinræktuð íslensk FREKJA! Halda að allir hlutir komi mönnum við og öllum finnist sjálfsagt að svívirðingar séu eðlilegar yfir nafngift barns.

Kona og maður skírðu barnið sitt ofsalega fallegu nafni.

Ég er ánægð með konu og mann og ég er líka ánægð með nafnið. Mér finnst það fallegt. Mjög fallegt.

Lítið ykkur nær, misvitru merkikerti...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ÉG er líka ánægð með konu og mann

Gréta (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 10:56

2 identicon

Svo sammála þér:) Fólk er fífl það er bara þannig..
Sumir virðast ekki skilja að maður er bara ekki alltaf að láta allar skoðanir sínar í ljós og það er ekkert sjálfsagðara en að sleppa því þegar maður veit að það muni særa viðkomandi..
Maður segir ekki fólki að manni finnist nafnið á barninu þess ekki fallegt.. Nafn á barninu mann er auðvitað manns eigin ákvörðun og ef að maður hefur valið það þá hlítur manni að líka vel við nafnið.. Er hneiksluð á hegðun hjá svona fólki;)

Steinunn (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 20:22

3 identicon

Ertu ekki að grínast!! En það er rétt - sumum finnst þeir koma allir mögulegir hlutir við.

Ragga A (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 02:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband