22.4.2009 | 08:52
Kosningar framundan
Ég fór á framboðsfund í gærkvöldi í Menntaskólanum á Egilsstöðum. Frábært framtak hjá Menntaskólanemendum og Ríkisútvarpinu á Austurlandi.
Fundurinn var áhugaverður. Þó fannst mér leiðinlegt hvernig fyrirspyrjendur úr sal gátu ekki virt beiðni fundarstjóra um að spyrja stuttra og hnitmiðaðra spurninga. Það að vera með langlokur um sínar spurningar varð bara til þess að ekki vannst tími fyrir hina fjölmörgu í viðbót sem vildu koma sínu á framfæri.
Ég er alveg á mörgum áttum núna. Sjálfstæðisflokkurinn kom ekki vel út. Þeir voru bara ekki að gera sig þarna, gátu ekki svarað því sem spurt var að og töluðu mikið en í raun ekki um neitt. Samfylkinguna leist mér ágætlega á, fannst gaman að hlusta á Sigmund Erni og hefur alltaf fundist. Hann er klár kall. Vinstri grænir með Steingrím J í forsvari voru í einu orði frábærir! Kom mér verulega á óvart, ég hef ekki mikið aðhyllst þeirra stefnu, en ég sé að ég samsama mig mörgu sem þeir eru að segja. Frjálslyndi flokkurinn og Borgarahreyfingin voru bara alls ekki að gera neitt fyrir mig. Fannst þær ekki vera upp á marga fiska og ég skildi þær oft á tíðum ekki. Birkir Jón Jónsson fyrir Framsóknarflokk var líka skemmtilegur. Margt sem ég gat samsamað mig þar líka.
Svo nú stend ég á gati...
Hvað á ég að kjósa!!
Athugasemdir
Kjóstu bara það sem að þú villt;) þú mátt ráða.. hehe.. En legg til að þú sleppir því að setja einhvern staf og teiknir bara hjarta eða eitthvað:) Það væri nú gaman;) Hafðu það annars gott ljúfan;*
Steinunn (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 07:07
Jiminn þú búin að blogga og ég ekki búin að fatta það.
Ég get ekki ráðlagt þér neitt í sambandi við kosningar, ég er álíka lost og þú. Eigum við að fara saman í kjörklefann???
Gréta (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 10:51
hæ
ég kýs alltaf vinstri græna, ég kemst bara ekkert hjá því vegna þess að allar mínar skoðanir samræmast þeirra.
svo er alveg einstaklega gaman að því hvað Steingrímur J. getur talað mikið;)
Sæbjörg Freyja Gísladóttir (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 15:37
Steingrímur er jú duglegur að tala um ekki neitt, nema þá helst út og suður og eftir því hvernig vindur blæs
En þar fyrir utan þá er X réttlætanlegt hjá öllum
NEMA samfylkingu. Bara það að vilja selja sig til ESB er nóg til að útiloka þá forever.
(IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 21:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.