1. maí

Í dag er 1. maí. Við í fríi og Bryndís og Hrafnkell komin til okkar. Komu í gærdag, mikil mikil gleði hjá öllum. Finnst svo gaman að hann Sigurður Alex þekkir þau alltaf aftur og er svo glaður að sjá þau, þó svo að eitthvað líði á milli.

Og svo er ég náttúrulega enn í skýjunum yfir vinnunni minni og öllu því sem henni fylgir. Samt best að taka það fram að þetta er náttúrulega allt með fyrirvara um að ég komist inn í námið, kemur í ljós næstu vikur og daga. En þar sem þetta er starfstengt nám og sótt um í samráði við vinnuveitanda þá er þetta mjög líklegt allt saman. Allir í það minnsta afar jákvæðir!

Þetta verður vinna, ég verð að vinna fulla vinnu í Kaupfélaginu, svo í fjarnámi og svo með heimili og fjölskyldu, en það verður bara að skipuleggja sig vel og þá gengur þetta upp. Ég er allavega ákveðin í því að láta þetta ganga upp. Það er ekki á hverjum degi sem maður fær svona tækifæri í lífinu. Og heldur ekki á hverjum degi sem maður fær svona þvílíka viðurkenningu fyrir störf sín. Ég er þó allavega að gera eitthvað rétt þarna!

En jæja, best að koma sér eitthvað út. Kíkja í kaffi eitthvert eða eitthvað.

Bið að heilsa ykkur í bili... 


Miðvikudagur

Og nú verða sagðar fréttir....

Sigríður Sigurðardóttir er ekki að fara að vinna á Ferðaskrifstofu Austurlands þann 1. júní næstkomandi. Þess í stað held ég tryggð við Kaupfélagið mitt, vinn þar næstu árin og hef skólagöngu frá Háskólanum á Bifröst í haust.  Mun leggja þar stund á Diploma nám í verslunarstjórnun í fjarnámi næstu 2 árin.

Spennan fyrir þessu er gríðarleg og bíð ég nú bara með mikilli tilhlökkun að hefja skólagöngu mína...

Jæja, best að fara að vinna.. Næstu næstu næstu mööööörg árin.

Ég elska Kaupfélag Héraðsbúa. Elska.

Sirrý kaupfélag


Og svo kom þriðjudagur....

Og það er allt á kafi í snjó! Eða ok, kannski ekki allt á kafi, en nóg er af snjónum! Of mikið fyrir mig þar sem ég var komin í sumarfíling! Og þegar ég er komin í fíling þá er bara engin leið til baka... Ef þið sjáið mig einhversstaðar á stuttbuxum og ermalausum bol, vinsamlegast bjargið mér...

 

Vinir mínir hafa tekið við sér í að kommenta hjá mér og þá veðrast ég öll upp....! Auður, ég elska þig líka! Og Gréta, mér finnst þú líka skemmtileg! Og Ragga, mér finnst ég líka ógeðslega fyndin!!!

 

En jæja, er í vinnunni... Vinnunni.... Viiiiiiinnunni!!!

 

Bless...


Mánudagur

Mánudagur er heilagasti dagur vikunnar hjá mér og fallegasta og tryggasta vini mínum. Við höngum og höngum og stöööörum á One tree hill.... Núna er ekki nema 1 og hálfur tími í þáttinn! Hvernig á ég að geta beðið!! Ég er að fara að missa þvag úr spenningi...

 

En Hafrún fokkfeis tryggasti vinur minn... Svo sannnnnarlega á eftir!

 

Og svo hef ég eiginlega ekkert meira að segja... Það er greinilega bara Hafrún sem les bloggið mitt svo að ég fer bara að tala beint við hana...

 

Hafrún, ég essska þig! 


Sunnudagur

Ég er eilítið sybbin... Sonur minn vaknaði 7... Ég fór að sofa klukkan 3... W00t Sem gefur mér 4 klukkutíma í svefn... Það er svo sannarlega ekki nóg fyrir mig. Það var bara komið að mér í röðinni að vakna með barninu. Svo ég geri það að sjálfsögðu... Leyfi kallinum að sofa eitthvað frameftir og fer svo og rek hann fram til að ég fái að fara að sofa.  Jæja, fannst ykkur þetta ekki reglulega skemmtilegur kafli um að sofa... sofa, sofa, sofa..... Ég held að ég sé með svefn á heilanum.

 

Sátum hér langt frameftir í nótt og spjölluðum, ég, Helena, Sigurgeir og Bjarni. Hann vinnur með Sigurgeir altsvo. Minn tryggastu vinur yfirgaf mig snemma svo við sátum eftir þessi 4. Átti mjög gott spjall við Helenu, takk fyrir það kærlega Cool Svo bara leið tíminn á ógnarhraða og áður en ég vissi var bara komin hánótt! 

 

Barnaefni getur samt ekki verið sérstaklega dýr rekstrarliður í starfsemi sjónvarpsstöðva. Núna er að byrja þáttur með Brumma. Það var líka til þegar ég var krakki. Gaman að því!

 

En jæja, ætla að fara að gera eitthvað... Veit samt ekkert hvað það er en ég meina... slaka bara á! hehehehehehehehehehe 


Seinni föstudagur þessarar viku

Gaman að hafa svona 2 föstudaga í viku.... Gerði helling í dag... Fór í vinnuna, svo í leikskólann á vorsýningu og svo út í Ártröð að leika við Helenu í sápukúló! Við alveg blésum og blésum! Borðuðum svo pizzu þar! Sonur minn var eilítið ofvirkur... Hljóp út um allt gargandi... Tók svo nokkur dramaköst... Skil nú bara alls ekki hvaðan hann hefur það! Woundering

 

En gott fólk, ég er með smá tilkynningu til ykkar. Ég talaði um um daginn að ég væri að skipta um vinnu. Ég er vissulega enn að skipta um vinnu, ekki panikka.... Eeeen, það gerist ekki fyrr en 1. júní næstkomandi. Breyttust aðeins aðstæður hjá þeirri sem ég á að taka við af, svo að ég mun verða 1 mánuð í viðbót í Kaupfélaginu mínu. Get þá betur líka klárað að gera allt tip top þar áður en ég fer. Það eru semsagt brjálaðar breytingar í gangi þar, og gengur allt eins og í sögu. Ég kann líka afskaplega vel við nýja verslunarstjórann, hana Hafdísi. Hún er ákveðin og hefur húmor fyrir hlutunum, en lætur þá líka gerast... Hún er konan á bak við tjöldin!

 

En jæja, ætla að hætta að bulla hér... Drullast í svefn kannski svo ég hafi orku í að vakna 6 í fyrramál! Sigurgeir er að fara að vinna svo ég get kysst "sofum út" hugmyndina bless bless bless.....

Bless í bili... 


Miðvikudagur.. samt föstudagur!

Það er hálfgerður föstudagur í dag. Það er sko algjör snilld. Helena, Hjörtur og Íris eru komin austur og það er sko gleði! Íris bumbó er svo geislandi fögur svona preggý Joyful

Allt gott að frétta af okkur eins og venjulega, nema kannski fyrir utan það að bíllinn okkar er bilaður! Mér er því alveg sama um allt bensínverð og bull, ég þarf ekkert bensín að kaupa! Tounge

Ætlaði semsagt að snarast í bílinn í morgun, fara með barnið á leikskólann og rassinn á sjálfri mér í vinnuna. Spennti barnið í bílinn, sjálfa mig svo líka og allt reddý. Starta bílnum og þá, HVISSSSSSSSSSSSSSSSSSS - - klong kling klúng klonk.... Hleðsluljós og olíuljós kvikna. Ég ríf upp símann og hringi í minn ektamann og segi honum af óförum mínum með mikilli leikrænni tjáningu. Hann fullvissar mig um að fyrst bíllinn er í gangi þá sé í lagi að læðast á honum í vinnuna. Helst eftir að ég væri búin að labba með barnið samt. Jæja þá, ég ákveð að prufa... Set í bakkgír og ætla að beygja með mikilli reisn út á götu.....EN ÞÁ GAT ÉG EKKI BEYGT!!!!!! Ákvað bara að skilja bílinn eftir og labba. Var svo tekin uppí fljótlega svo ég slapp við að vera heilsusamleg og labba alla þessa leið!

En jæja, ætla að fara að vinna eitthvað. Er að stelast hérna..... W00t

Leiter gæs...


Pollýanna...

Ég er að reyna að vera Pollýanna þessa dagana, en það virðist einhvern veginn allt vera að reyna að koma í veg fyrir það.

Skil ekki neitt þessa dagana. Jákvæður smjákvæður hvað?

Misgáfað fólk er að ergja mig. Er að reyna að láta það ekki ergja mig en það er nú samt bara þannig. 

Peningar eru að ergja mig, eða eigum við að segja skorturinn á þeim! LoL 

Sumarið er að ergja mig. Þegar það er sumar þá langar mig að vera í sveitinni og af því að ég er ekki í sveitinni núna þá er ég örg.

Birtan á morgnanna er að ergja mig, eða eigum við að segja að hún sé að ergja barnið mitt öllu heldur. Að vakna klukkan 6 á morgnanna er ekki mín sterkasta hlið. En hvað gerir maður ekki fyrir þessar elskur, yfirleitt með bros á vör. Hvað er skemmtilegra en lítill gormur sem hnoðast ofan á manni og kallar "halló halló halló, mamma, Sijý.... halló halló halló halló, pabbi, sigugei!!!!!!" Bara snilld....

Og það er ekkert meira sem er að ergja mig... Best að segja frá því sem er að gleðja mig.

Misgáfaða fólkið er ekki að ná til mín með bullinu í sér svo það er hætt að ergja mig.

Peningar eru ofmetið fyrirbæri. Ég á nóg af þeim, þarf bara að finna þá!  Svo þeir eru hættir að ergja mig.

Ég fer í sveitina mína allar stundir sem ég hef aflögu í maí... Svo það er hætt að ergja mig að vera ekki þar. Svo ætlar afi minn einhvern tíma að kaupa heitan pott.... Hann sagði það í dag, manstu ekki afi minn?? GrinCool

Birtan á morgnanna gerir það að verkum að ég fer að sofa fyrir 10 á kvöldin svo ég er svo langt í frá þreytt þegar ég þarf á fætur milli 6 og 7... Svo birtan er hætt að ergja mig....

Kannski virkar Pollýanna eftir allt saman?????????

 Bless í bili fólk.......


Jæja

Ég er rosalega duglegur bloggari...

Hvað er að frétta! Það er komið sumar :D Er búin að finna mér hin ótrúlegustu verkefna utandyra í vinnunni í dag og vinn þau með bros á vör!

Annars er ég bara í gríðarlegu stuði þessa dagana. Hlutir samt að ná að pirra mann, en þá er náttúrulega um að gera að vera jákvæður og sjá björtu hliðarnar á hlutunum. Og þeir eru svo sannarlega margir..

Síðan ég bloggaði síðast er ég t.d. búin að fara með Sigurð Alex minn á sjúkrahús á Akureyri þar sem við vorum í 4 daga í góðu yfirlæti. Hann fékk RS-vírusinn þessi elska, þurfti hjálp við að anda en er sem betur fer að verða búinn að jafna sig á þessu öllu saman. Var svo heima með hann allan mars mánuð. Veikindi barnanna manns eru eitthvað það erfiðasta sem til er í lífinu. En við lifðum þetta af svo núna er bara málið að halda áfram að vera jákvæður! Það gefur manni helling. Þetta kom ekkert endilega vel við budduna, en maður er nú ekki Íslendingur fyrir ekki neitt svo þetta reddast allt!

En jæja, kannski best að fara að vinna. Blogga aftur innan tíðar... ekki eftir 2 mánuði... Lofa.

Sirrý..


Lítill drengur kominn í heiminn..

Öldu vinkonu og Geira Palla fæddist sonur í gær. Hann er dásamlega fallegur, er búin að sjá myndir hjá Evu sem verður að teljast stoltasta móðursystir sem ég hef talað við í áraraðir!

Vildi bara óska þeim öllum til hamingju með þennan dásamlega dreng :)


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband