21.1.2007 | 13:55
Æi vááá....
Ég horfði á undankeppni eurovision í gær og bara á ekki til orð. Ef þessi lög voru brot af því besta sem sent var til keppni, þá er ég ekki viss um að mig langi til að heyra rest. Jesús minn hvað þetta var arfaslakt. Það vantar eitthvað svona sem að hrífur mann, eins og Sylvía Nótt gerði vissulega í fyrra, en það má kannski alveg vera aðeins dempaðra...
En ég fór að skúra á flugvellinum í nótt, og það gekk bara fínt. En svo var komið að því að fara heim. Þarf að slökkva ljósin þegar ég fer, og ákvað að til að minnka myrkfælnina væri þjóðráð að hringja í Kollu og tala við hana meðan ég labbaði út, en hún svaraði ekki. Allt gott með það, svo að ég bara lét mig hafa það og labbaði ein út eins og algjör hetja. Er svo komin vel á veg heim, þegar Kolla hringir til baka. Ég veit að maður á ekki að tala í síma þegar maður er að keyra, en ég bara spáði ekkert í þetta og svaraði. Og hverjum mæti ég þá ekki? Jújú, löggunni!! Sem stoppaði mig að sjálfsögðu til að vita hvort að þetta hefði ekki örugglega verið gott símtal sem ég átti
Svo gott fólk, ekki tala í síma þegar þið eruð að keyra, það gæti reynst ykkur dýrkeypt..
Þrjú lög áfram í undankeppni Söngvakeppni Sjónvarpsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Og fékkstu sekt?
Abba (IP-tala skráð) 21.1.2007 kl. 16:55
Vááááá hvað ég er sammála með keppnina í gær! Hélt ég myndi drepast úr leiðindum yfir þessum horbjóði...
Guðný Drífa (IP-tala skráð) 21.1.2007 kl. 19:00
Er bara búin að vera að venjast nýja blogginu en búin að manna mig upp í að commennta ;)
En já, ég er sammála þér með júróið..... hrikalegt kvöld í gær!!
Ragnhildur A (IP-tala skráð) 21.1.2007 kl. 19:27
Til hamingju með nýju síðuna. Maður rétt bregður sér af bæ og þú skiptir bara um bloggsíðu á meðan. En vonandi sjáumst við og fáum okkur köff saman í vikunni og pínu slúrr með
Gréta bezzt (IP-tala skráð) 22.1.2007 kl. 08:38
Já og sagðiru þeim ekki að þetta hafi verið alveg frábært símtal...enda ekki við örðu að búast frá mér...;)
Lov Jú;)
Kolla Bolla (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 01:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.