Hvað er að hjá svona fólki....

Í hvert skipti sem ég les um svona ökuníðinga, styrkist ég í þeirri skoðun minni að bílprófsaldurinn er of lágur á Íslandi. Best væri náttúrulega að láta þessa ungu drengi ekkert fá bílpróf yfir höfuð. Þetta virðist alltaf halda áfram. Af hverju vill fólk ekki læra? Af hverju heldur fólk því fram að þetta sé allt í lagi? Mér finnst líka að viðurlögin við svona brotum eigi að vera skilyrðislaus ökuleyfissvipting til frambúðar og háar fjársektir. Það er ekkert annað sem getur stoppað þá, það er nú bara þannig.

Þetta er allavega dæmi um einhvern þann mesta óþroska sem fyrirfinnst í heiminum.

 


mbl.is Mældist á 199 km hraða á Reykjanesbrautinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: kos

Amen.

kos, 26.1.2007 kl. 23:29

2 Smámynd: Petra

Kræst hvað fólk er sjúkt. Ég er alveg sammála þér með að það ætti að svifta fólk til frambúðar. Þetta er bara að stofan okkar líf okkar íslendinga í stór hættu. En hvað um það bið bara að heilsa

Petra, 26.1.2007 kl. 23:31

3 identicon

Því miður þá eru þessir aðilar ekkert þroskaðri við 17 ára aldurinn en við tvítugsaldurinn, finnst þessi umræða missa sig alltaf í að hækka aldurinn þegar það er ekki lausn að mínu mati, frekar að hækka sektir sem og að svipta óhikað ef þú ert með einhvern fávitaskap á götunum.

Og já ekki dæma hjörðina útaf nokkrum svörtum sauðum :) 

Andri (IP-tala skráð) 27.1.2007 kl. 00:42

4 identicon

Ég vil hækka bílbrófsaldurinn um eitt ár, það er gott fyrir alla og leysir allskonar vandamál. Unglingar þroskast ótrúlega á þessu eina ári, bæðo i strákar og stelpur. Fyrir utan að þetta myndi leysa bílastæðavandamál fyrir utan menntaskólana að hluta til.

Það var haft eftir einni móður hér á íslandi að hún skildi ekki alveg að börnin sín hefður þroska til að taka bílpróf 17 ára þegar þau gætu ekki með  nokkur móti lært að stilla þvottavélina!!! En kannski hefur það eitthvað legið í áhugasviði þeirra, en samt pæling. 

Gréta (IP-tala skráð) 27.1.2007 kl. 08:26

5 identicon

En spáðu í það Sirrý að þessi drengur er fæddur 87 svo hann ætti akkúrat að vera að ná þeim þroska ...en sumir bara breytast aldrei og eru bara óþroskaðir út lífið hehe.

Ásta (IP-tala skráð) 27.1.2007 kl. 10:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband