Handbolti...

Já já, unnum leikinn og allt það, frábær árangur og svo framvegis. Það er hins vegar búið að vera á öðru hverju bloggi svo ég nenni ekki að tala meira um það... Það sem ég ætlaði að ræða handboltatengt er stuðningsmannalagið sem Valgeir Guðjóns samdi fyrir Ólympíuleikana í Seoul 1988. Þvílíkt snilldar lag sem þetta er! Það er hægt að nálgast það inni á stuðningsmannasíðu íslenska landsliðsins og er sko algjört nostalgíuflipp!

Þegar ég fer að tala um svona handboltanostalgíu, þá dettur mér í hug annað stuðningslag sem var sko í algjöru uppáhaldi hjá mér. Stuðningslag KA manna.... Ég man að ég tók það lag upp á kasettu, aftur og aftur og aftur og áður en varði átti ég heila kasettu á báðum hliðum með því lagi.. Algjört meistarastykki...

ÁFRAM ÍSLAND!! og áfram KA!!

KA menn vinnum leikinn, vinnum leikinn, vinnum leikinn KA menn...

Já núna skulum berjast, og skotum verjast og skora tvö mörk í senn...

KA... KA... KA...

Einhvern veginn á þessa leið voru aðallínurnar í laginu. Algjört æði! Ef einhver er svo heppinn að eiga þetta lag til, þá endilega látið mig vita...


mbl.is Frábær markvarsla tryggði Íslandi sigur á Slóveníu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband