Léttvín og bjór í verslanir

Hvað er það sem fólk skilur ekki við það að það er ólöglegt að versla áfengi fyrir fólk undir aldri? Mikið ofsalega fer í taugarnar á mér þegar fólk þykist yfir lögin hafin. Og ég hlusta ekki á rökin "það er betra að ég viti hvað þau eru að drekka heldur en að þau kaupi landa úti á götu" EN JÁ, SKILJIÐI ÞAÐ EKKI AÐ ÞETTA ER LÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖGBROT!!!!!! LÖGBROT! Er það ekki nægileg ástæða útaf fyrir sig? Og börn undir 20 ára eiga ekki að drekka áfengi, það er svo næsta ástæða.

Núna líka sér fólk loksins að þetta er ekkert grín að þetta sé bannað. Verði þessum manni að góðu að borga minnst 20. þúsund í sekt fyrir þetta athæfi sitt.

Og ætli þetta lagist ef bjórinn fengist í Bónus? Til að selja áfengi þarftu líka að hafa náð 20 ára aldri. Hversu mikill hluti starfsfólks í matvöruverslunum í dag hefur náð þeim aldri?

Fávitaheimskulegt...


mbl.is Á yfir höfði sér sekt fyrir að hafa keypt áfengi handa unglingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Með hörðum vendi skal ala krakkann upp! Og hananú! 

Bíddu þar til sonur þinn kemst á unglingsár. Og mundu þín skrif þá. Þetta virðist einfalt núna. En ætlar þú að sætta þig við það þá að sonur þinn drekki landa eða annað álíka sull? Ætlar þú kannski að loka augunum fyrir því að aðrir kaupi fyrir hann áfengi? Eða ætlar þú að kaupa fyrir hann sjálf?

Ef þú þykist sjá aðra leið þá hefur þú ekki líkurnar með þér.

kristinn (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 22:18

2 identicon

,,Og börn undir 20 ára eiga ekki að drekka áfengi, það er svo næsta ástæða.''

,,börn" á milli (16)18-20 ára borga fulla skatta og frá 18 ára aldri er maður ekki lengur stimplaður sem barn í þessu samfélagi!

Þetta er ósamræmi í lögum sem þarf að leiðrétta!!! 

Athugasemd (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 22:30

3 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Lögum er breytt eftir breyttum tímum, samfélagsmynstri og þörfum. Lög eru ekki skrifuð af GUÐI, heldur af jólasveinunum við Austurvöll. Og oft að því er virðist undir áhrifum áfengis, miðað við búskostnaðinn þarna niðurfrá.

Annars held ég að góð regla sé að gefa unglingunum smá vín í umsjá foreldra, t.d. hálf glas af rauðvíni með Laugardagssteikinni, svona við og við. Jafnvel blanda 50/50 með vatni. Þá lærist eitt: Hægt er að drekka án þess að fara á fyllerí!
Svo lengi sem foreldrarnir kunna að drekka í hófi *hóst* sem undirritaður kann alveg. 

Ólafur Þórðarson, 20.3.2007 kl. 02:53

4 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

Til allrar lukku þá þarf ég persónulega ekki að takast á við drykkju sonar míns alveg strax þar sem hann er bara 9. mánaða. En það er mér algjörlega óskiljanlegt með öllu að foreldrar verði að versla áfengi fyrir börnin sín. Hvað liggur á ég bara spyr!? Pabbi minn og mamma fóru aldrei í ríkið fyrir mig og ekki drakk ég landa eða annan horbjóð úti á götu.. Og það er nú bara þannig að samkvæmt lögunum eiga börn yngri en 20 ára ekki að drekka áfengi. Í mínum augum er það alveg skýrt.. Og nei, ég mun ekki sætta mig við að aðrir versli fyrir barnið mitt áfengi. Ég myndi jafnharðan senda lögregluna á þann hinn sama. Eins og ég geri við alla sem êg veit að stunda þessa yðju... Þannig er nú það bara... 

Sigríður Sigurðardóttir, 20.3.2007 kl. 08:44

5 identicon

Börn frá 18 ára eru sjálfráða og mega drekka áfengi, þau hins vegar mega ekki kaupa það. Rétt skal vera rétt.

Didda (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 10:29

6 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

Didda, hvernig færðu það út. Fann þessa klausu í Áfengislögunum:

VI. kafli. Meðferð og neysla áfengis.
18. gr. Óheimilt er að selja, veita eða afhenda áfengi þeim sem er yngri en 20 ára. Ávallt þegar ástæða er til að ætla að kaupandi eða viðtakandi áfengis hafi ekki náð þessum aldri skal sá sem selur, veitir eða afhendir það láta hlutaðeiganda sanna aldur sinn með því að sýna skilríki með mynd eða á annan fullnægjandi hátt.

Ég get ekki skilið þetta öðruvísi...

Sigríður Sigurðardóttir, 20.3.2007 kl. 11:03

7 identicon

ástæðan var að það þurfti ekki að kaupa fyrir þig áfengi var vegna þess að þú átt GREINILEGA við útlistsgalla að stríða! OG ástæðan við að þú fórst aldrei út er að þú vildir einangra þig frá samfélaginu. 

Sálfræðingurinn (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 15:54

8 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Sigríður: En það stendur ekkert þarna um að þau megi ekki drekka það, bara að það megi ekki veita þeim það.

Elías Halldór Ágústsson, 20.3.2007 kl. 18:35

9 identicon

Sálfræðingur: Ertu FÁVITI?!?!?! Hvernig vogar fólk sér að koma inn á blogg annarra og skrifa nákvæmlega það sem því sýnist, drulla yfir fólk og nota ekki einusinni eigið nafn?!

Guðný Drífa (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 18:45

10 identicon

Sammála seinasta ræðumanni shjitt akkuru getur fólk aldrei kvittað undir nafni það er nú ekki svo erfitt!!!

Bogga (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 19:40

11 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

Já, það er aldeilis! Ég ætla að vona að þú sért ekki starfandi sálfræðingur allavega!  

En annars er þetta alveg rétt hjá þér. Ég hef aldrei farið út úr húsi og ég á svo greinilega við útlitsgalla að stríða.. Þó er það ekkert neikvætt, ég er bara svo ofsalega falleg að fólk á erfitt með sig... Það er hálfgerður galli..

Annars, vertu úti MORON!!

Sigríður Sigurðardóttir, 21.3.2007 kl. 09:32

12 identicon

Sigríður, eins og þú segir þú hefur enga útlitsgalla sem að gætu verið neikvæðir. Þú ert bara einum of falleg, þess vegna kem ég ekki oft í heimsókn því mér finnst ég vera svo ljót þegar að ég kem!! Annars finnst mér bara að fólk ætti aðeins að passa sig hvað það segir. Ef þú getur ekki komið undir nafni þínu þá skaltu sleppa stóru og ljótu orðunum. Svona fólk á bara erfitt. En Sigríður, foreldrar mínir keyptu reyndar handa mér bjór. En það var nú aldrei meira en kippa sem að ég fékk!! Er samt alveg sammála þér. Hlustaðu síðan ekki á svona ógeðs fólk sem er bara að vera leiðinlegt á síðunni þinni:) Mér finnst þú FRÁBÆR:) hehe

Hafrún fallegasta (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 10:01

13 identicon

Þetta fer nú líka eftir landshlutum. Foreldrar mínir keyptu ekki handa mér áfengi en ég varð mér útum það sjálf þ.e. með því að kíkja í skápana hjá þeim. En þegar ég fór til Reykjavíkur til vinkonu minnar þá var það bara landinn sem réð ríkjum ásamt öðrum viðbjóði! Ég þakka bara fyrir að hafa alist upp útá landi því þar er alltönnur menning í kringum þetta. Blessunarlega komust allir mínir vinir vel á legg en ég get ekki sagt það sama um blessað fólkið í Reykjavík sem var að drekka landann.... Mitt ráð til foreldra ef þið viljið endilega gefa börnum ykkar eitthvað valið áfengi, hafið það á þeim stað þar sem þau geta stolið því, þannig hafa þau samviskubit og passa sig frekar! Það gerði ég allavega og hef enn!! Endilega komið með eitthvað drull!

Sigrún Hólm (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 10:05

14 identicon

Jáhá....

Þetta er nú bara svo rosalega erfitt mál að ræða finnst mér. Það eru puntkar með og móti en auðvitað er þetta bannað það vita það allir en það vita líka allir að undir 20 ára aldri hefur þú smakkað áfengi allavega lang flestir það er bara spurning hvernig það fer í fólk og hvað það lætur ofaní sig.

En annars ætla ég nú ekki að tjá mig mikið um þetta mál, annað en það að Sirrý þú er falleg og þetta er kláralega ljótur aðili að skrifa inná síðuna þína bara piffum á hann....greinilega ljótur að innan

Sjáumst um páskana fallega kona

Helena Rós (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 14:14

15 identicon

Ég skil nu bara ekki afhverju það er 20 ára aldurstakmark að vera orðin sjálfráða(18 ára) og mega gifta sig en ekki kaupa kampavínið í brúðkaupinu er náttúrulega alveg glatað.  Og ég held að svona 90% ef þeim milli 20-16 ára séu buin að prófa að drekka og vera full.  Mér finnst einsog það ætti að lækka verðið á sölu á áfengi og hækka bílprófsaldurinn þá væri maður réttilega hættur að vera barn þegar maður er orðin 18 ára.
Ég byrjaði að drekka þegar ég byrjaði í framhaldsskola og er að klára annað árið mitt s.s ég er að vera 18 á þessu ári.  Mér finnst áfengið ekkert hafa skaðað mig, ég hef aldrei staðið mig betur í skóla og á flesta vinini mína núna þannig að þetta hefur ekki haft mjög slæm áhrif á mig. 

Jóhann Helgi (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 10:00

16 identicon

Ertu bara að gera allt vitlaust Sirrý mín??  Erum að koma austur 31. mars, get ekki beðið eftir að hitta ykkur öll  Knúsaðu bebið frá mér

Eva Björk (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 17:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband