Fíaskó...

Hvernig er þetta með borgarstjórann í Reykjavík?

Í upphafi þessa sirkuss sem varð í borgarstjórninni á mánudaginn fyrir viku kom upp umræða um veikindi hans. Hefði ekki verið sterkara fyrir hann að viðurkenna þetta strax og þá hefði málið verið úr sögunni. Er ekki næsta víst að þetta hefði komið upp fyrr eða síðar og hann þá verið betur staddur frammi í dagsljósinu en ekki í feluleik með allt saman. Auðvitað ber manninum engin skylda til að gaspra um sitt einkalíf. Honum er það algjörlega í sjálfsvald sett. En þetta gefur manni ekki þá tilfinningu að hann sé heiðarlegur. Og Geðhjálp talar um að allt of miklir fordómar séu fyrir andlegum veikindum í þjóðfélaginu. Væri þá ekki fyrsta skrefið að hætta að fela þá og taka þá ekki að sér svona viðamikið embætti með öllu því stressi sem því fylgir.

Mér fannst Spaugstofan fyndin. Ég sá þetta akkúrat eins og þeir spaugstofumenn vildu meina, sem ádeilu á umræðu í fjölmiðlum þessa síðastliðnu viku. Ekki sem beina árás á borgarstjórann. Einmitt hefði mér fundist hann koma best frá þessu ef hann hefði slegið þessu upp í kæruleysi og hlegið að öllu saman. En ég er ekki hann. Hins vegar líst mér ágætlega á hann og það sem hann stendur fyrir, og vona ég innilega að honum eigi eftir að farnast vel í nýja starfinu og öllu því sem hann tekur sér fyrir hendur.

Upp með húmorinn!!!

Áfram Spaugstofan LoL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Sirrý

Þú verður endilega að kíkja yfir með stráksa eða við komum til ykkar. Hlakka til.

Kveðja,

Svandís 

Svandís (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband