7.5.2008 | 10:29
Dagur of snemma
Ég þarf ykkar hjálp kæru lesendur. Nú er sumarið komið af krafti og þá fer sólin að skína á mjög svo ókristilegum tíma. Sonur minn vaknaði klukkan 5 í morgun og harðneitaði að það væri ekki kominn dagur. Flissaði bara og hló að þessari heimsku í foreldrum sínum! Það eru gardínur fyrir glugganum og teppi líka, en hvað í ósköpunum á ég að gera? Mér finnst ekki fallegt að líma álpappír eða svartan poka fyrir gluggann, svo að ég kalla eftir ábengingum frá ykkur...
Hvað skal ég gera!?
Athugasemdir
Úff....kannast við þetta vandamál! Vandamálið hjá okkur er hins vegar það að barnið er svo skelfilega lengi að sofna! Aníta er farin að sofa með buff yfir augunum svo hún vakni ekki við birtuna...getur fengið svona gleraugu handa honum! ;) Tja...eða látið hann sofa inn í geymslunni!
sko...ég er með fullt af ráðum, kannski ekkert gáfulegum samt! ;)
Auður (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 10:47
það er allt annað að skoða síðuna þína svona hvíta með bleikum sveppum heldur en kolsvarta. En ég mæli með því að þú kaupir svona taugleraugu með teyju til að setja á Sigurð Alex ; )
Ragga A (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 11:55
Svartar gardínur og líma þær með fönskum rennilás fastar á vegginn
Gréta A (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 22:46
Spurning að fara bara í RL og kaupa myrkvunartjöld...nei bara hugmynd en greinilega ekki eins góð og þær sem komið hafa hér á undan:)
Þórey Birna Jónsdóttir, 8.5.2008 kl. 12:34
Jú sko, það er náttúrulega besta hugmynd allra tíma, en mig vantaði bara lausn sem byrjaði að virka strax!! Það er engin RL búð hér á Egilsstöðum!!
Sigríður Sigurðardóttir, 8.5.2008 kl. 14:16
Ég hélt þú væri með myrkvunartjöld en það dugar reynar ekki alltaf því það eru oftast rifur fyrir ofan og til hliðanna og dagurinn kemur þá kl. FIMM. Svarta gardínum og franskur er málið þá treður dagurinn sér ekki inn um rifurnar
Gréta A (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 17:36
Kenndu honum Sigurði Alex á klukku!
Sigga (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 23:59
Önnur hugmynd: Seinkaðu klukkunni um 3klukkutíma, maður er miklu ferskari ef maður heldur að klukkan sé orðin 8 en ekki bara 5.....
Sigga (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 00:01
Ég er með myrkvatjöld og gardínur yfir það og það virkar ekki neitt!! Gréta - ég er að hugsa um að stela hugmyndinni þinni og setja svarta og franska!
Auður (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 08:28
Og já....svo er nú ekkert mál að fara í RL fyrir þig og kaupa myrkvatjöld ef þú vilt svoleiðis....segir mér bara stærðina!! :)
Auður (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 08:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.