16.12.2008 | 22:19
Draugar í tölvupósti
Ég er að bíða eftir mjög mikilvægum tölvupósti frá Grétu frænku minni.. Hann er ekki að skila sér, en samt er hún búin að senda hann frá öllum sínum tölvupóstföngum...
En ég er búin að finna út út af hverju....
Þetta er nefnilega póstur um jólaboðið sem er alltaf um jólin hjá henni... Núna á að vera bingó... Og ég held að bláa höndin sé að "hlera" tölvupóstinn hennar og leyfir honum ekki að komast áfram af því að henni er ekki boðið!
Ég er uppfull af samsæriskenningum...
En gleði...
Pabbi minn ætlar að vera hjá okkur á aðfangadagskvöld... Það er æði! Hef ekki eytt jólum með pabba mínum síðan ég bara man ekki hvenær... Hlakka óskaplega mikið til... Og líka Sigurður og líka Sigurgeir..
Hver veit nema ég eldi eins og einn sviðakjamma fyrir hann... Hann er uppfullur af því kallinn að vilja borða svið á jólunum...
Svið eru góð...
Og líka slátur... En ég ætla ekki að hafa slátur á jólunum.. Ég ætla að hafa svínabóg.. Og kannski svið...
Eruði búin að ná því... Svið..
Og svo ætla ég að gera eitthvað ógó skemmtilegt öll jólin og hlakka alveg gríðarlega mikið til að fá börnin austur þann 28. desember og eyða með þeim áramótunum! Ég bara get ekki beðið!
Og svo ætla ég að segja bless.....
Stubbar segja bless bless, Stubbar segja bless bless....
Athugasemdir
Já, Sigríður og ég er algjörlega að missa það, það endar með því að allir fá 18 sinnum boð á spilakvöld
Gréta A. (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 22:31
awwww, nice að hafa pabba hjá sér á jólunum : )
Ragga A (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 00:00
Hlakka svooo til að koma austur ! :)
ég kem kannski og smakka á sviðunum þegar þau verða orðin köld:D
Guðrún Sig (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 21:19
stubbaknúúús
Eva Hrund S Kjerulf, 18.12.2008 kl. 22:51
Sko svið eru svo sannarlega ekki jólamatur það er eitt sem er víst..!!
En stubbaknús er aftur á móti til nóg af
Bogga (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 23:07
HVAÐ Í ÓSKÖPUNUM ÆTLIÐ ÞIÐ SIGURÐUR AÐ GERA VIÐ GREYIÐ SVEINKA SEM VAR BÚIÐ AÐ TROÐA OFANÍ KRAKKAKERRUNA Í SAMKAUP??? STELPURNAR ERU ENN AÐ VELTA ÞESSU FYRIR SÉR AHAHAHAHA
Eva Kjerúlf (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 19:18
Ég ætla að fá Hrafnkel lánaðann á milli jóla og nýárs. Í mat eða sund. Er þaggi í lagi?
Ingunn Bé (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 21:54
Ingunn, It sounds like a plan! og Eva mín... Við fórum með hann heim og hann dröslast hér um íbúðina með barninu... Sefur hjá honum og svona, voða kósý! :)
Sigríður Sigurðardóttir, 20.12.2008 kl. 17:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.