27.1.2007 | 16:03
Afmælisbarn dagsins...
Þar sem fólk virtist ekki fatta hvað ég meinti með skrifunum um drenginn sem var tekinn með bílhurðinni ákvað ég að taka klausuna út. Anda rólega maður!!
Fanney frænka mín á afmæli í dag! 20 ára orðin kjellan! Skrítið, hún sem fæddist í gær.. og ég sem er bara 17.... Þarf eitthvað að endurskoða þetta mál... En allavega, INNILEGA TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN ELSKU FANNEY!!!
Sjáumst fólks...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2007 | 23:13
Hvað er að hjá svona fólki....
Í hvert skipti sem ég les um svona ökuníðinga, styrkist ég í þeirri skoðun minni að bílprófsaldurinn er of lágur á Íslandi. Best væri náttúrulega að láta þessa ungu drengi ekkert fá bílpróf yfir höfuð. Þetta virðist alltaf halda áfram. Af hverju vill fólk ekki læra? Af hverju heldur fólk því fram að þetta sé allt í lagi? Mér finnst líka að viðurlögin við svona brotum eigi að vera skilyrðislaus ökuleyfissvipting til frambúðar og háar fjársektir. Það er ekkert annað sem getur stoppað þá, það er nú bara þannig.
Þetta er allavega dæmi um einhvern þann mesta óþroska sem fyrirfinnst í heiminum.
Mældist á 199 km hraða á Reykjanesbrautinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
25.1.2007 | 21:06
Kemur....
Strákarnir okkar standa sig með prýði... Kannski ekki skrítið að þeir tapi einum leik, eftir þessa svakalegu leiki undanfarna daga. Þetta kemur allt hjá þeim, ég er sannfærð um það. Og þó svo að þeir kæmust ekki lengra en þetta, verður nú bara að viðurkennast að þetta er auðvitað miklu lengra en maður þorði að vona að þeir kæmust...
Við Sigurður Alex fórum í langa göngu í dag. Fórum á mömmumorgun, og svo út að ganga með nokkrum úr hópnum. Æðislegt að hitta svona aðrar mömmur í fæðingarorlofi, í stað þess að sitja einn í sínu horni og gera ekkert...
En nenni ekki meir.. síðar..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.1.2007 | 21:06
NÚNA ER GAMAN AÐ VERA ÍSLENDINGUR!!
Íslendingar gjörsigruðu Evrópumeistaralið Frakka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.1.2007 | 16:31
Gott að dómskerfið er að gera sig...
Akstur undir áhrifum áfengis er alltaf háalvarlegt mál, en ekki vissi ég að það að sofa í bílnum sínum undir áhrifum væri bannað, jafnvel þó bíllinn sé í gangi. Alltaf lærir maður eitthvað nýtt!
Skúraði í nótt, var ekki komin heim fyrr en hálf sex í morgun! Önnur þotan sem átti að koma bilaði svo að fullt af farþegum á leið til útlanda voru strandaglópar á Egilsstaðaflugvelli, og þvældust fyrir mér við skúringarnar! Sem var þó í lagi, ég var allavega ekki ein í myrkrinu á meðan!
Annars er nú ekki mikið að frétta héðan úr Árskógunum. Sigurður Alex er að sjálfsögðu yndislegastur heims, og hann líka elskar mömmu sína svooooo mikið að hann bara sleppir ekki af henni höndunum.. Það er t.d. ekki vinsælt að vakna á nóttunni og engin mamma nálægt til að þjónusta mann, eða bara strjúka manni um vangann!Sumir myndu kalla það vandamál, ég kalla það bara eitthvað annað! Nenni ekki að eiga við vandamál að stríða!
Sekt og ökuleyfissvipting fyrir að aka metra á bílastæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2007 | 13:55
Æi vááá....
Ég horfði á undankeppni eurovision í gær og bara á ekki til orð. Ef þessi lög voru brot af því besta sem sent var til keppni, þá er ég ekki viss um að mig langi til að heyra rest. Jesús minn hvað þetta var arfaslakt. Það vantar eitthvað svona sem að hrífur mann, eins og Sylvía Nótt gerði vissulega í fyrra, en það má kannski alveg vera aðeins dempaðra...
En ég fór að skúra á flugvellinum í nótt, og það gekk bara fínt. En svo var komið að því að fara heim. Þarf að slökkva ljósin þegar ég fer, og ákvað að til að minnka myrkfælnina væri þjóðráð að hringja í Kollu og tala við hana meðan ég labbaði út, en hún svaraði ekki. Allt gott með það, svo að ég bara lét mig hafa það og labbaði ein út eins og algjör hetja. Er svo komin vel á veg heim, þegar Kolla hringir til baka. Ég veit að maður á ekki að tala í síma þegar maður er að keyra, en ég bara spáði ekkert í þetta og svaraði. Og hverjum mæti ég þá ekki? Jújú, löggunni!! Sem stoppaði mig að sjálfsögðu til að vita hvort að þetta hefði ekki örugglega verið gott símtal sem ég átti
Svo gott fólk, ekki tala í síma þegar þið eruð að keyra, það gæti reynst ykkur dýrkeypt..
Þrjú lög áfram í undankeppni Söngvakeppni Sjónvarpsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
20.1.2007 | 17:27
Ég skil það vel en....
Ég á hins vegar rosalega erfitt með að skilja hvernig í ósköpunum Britney Spears komst í annað sætið! Hún er nú eitthvað allt annað en glæsileg sú kona, jesús pétur! Hérna vísa ég að sjálfsögðu í þá frétt að Mary krónprinsessa var valin glæsilegasta kona heims af lesendum tímaritsins Hello.
Annars er svosem lítið að frétta, fór í fyrsta skipti ein í skúringar á flugvellinum áðan. Þetta verður fínt. Svo verð ég að fara í nótt eftir að þotan er farin til að skúra kaffiteríuna og salinn niðri... Ég rúlla þessu upp!
En bið að heilsa í bili!
Mary krónprinsessa valin glæsilegasta kona heims | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.1.2007 | 15:42
Já, aumingja kallinn...
Loksins búinn að finna ástina. Ekki seinna vænna, orðinn áttræður! Ég hins vegar staldraði við orðin "einni af þremur kærustum sínum" Eru þær ekki mikið fleiri en það!
Já, Hefner alveg grenilega með þetta!
Hugh Hefner ástfanginn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.1.2007 | 14:49
Moggabloggari??
Er það ekki svolítið flott, að vera Moggabloggari? Ég allavega er alveg á því og ákvað því að færa mig hingað. Finnst svo sniðugt að geta bloggað frétt beint af mbl.is.
Fylgist því spennt með þegar ég fer að tjá mig um málefni líðandi stundar!
Tjá!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)