Sumarfríi lokið

Sumarfríið mitt er búið. Ein vika. Ætla að taka einhverja daga næstu vikur, bara eftir því hvernig staðan er í vinnunni. Mig langar ekkert að fara að vinna, en samt hlakka ég til að fara að vinna. Það er vandlifað í henni veröld.

 

Í næstu setningum ætla ég að tala um reykleysið mitt. Ef það fer í taugarnar á þér, þá skaltu hætta að lesa núna................

 

Ég er búin að vera reyklaus í 5 daga. Eflaust finnst einhverjum það ekki vera langur tími, en mér reiknast samt svo til að á aðeins 5 dögum sé ég búin að spara mér 3500 krónur. Það eitt og sér finnst mér ansi fínn bónus. Fyrstu 3 dagana hafði ég munnsogstöflurnar alltaf á mér og var að nota svona 2-3 á dag. Síðustu 2 daga hins vegar hef ég ekkert þurft á þeim að halda. Ég hef einhvern veginn bara ekkert spáð í þessu. Á mínu heimili reykir náttúrulega enginn svo ekki þarf ég að horfa upp á þetta hverja stundu. Ég hef svolítið verið hjá tengdaforeldrum mínum og þar er reykt, en það hefur heldur ekkert plagað mig. 

Ég hef líka velt því fyrir mér að í þetta skipti er það bara þannig að ég vil þetta ekki lengur. Ég vil ekki vera illa lyktandi, subbuleg og svona háð einhverju. Ég vil ekki þurfa að skammast mín á hverjum degi fyrir eitthvað. Ég vil geta verið frjáls og óháð hvar sem ég er og hvenær sem það er. Ég vil heldur ekki fá krabbamein. Ég veit það vel að ég er ekkert að tryggja það 100% að ég fái ekki krabbamein, en hitt veit ég að ég er að minnka líkurnar á því ansi kröftulega.  Allt í kringum mig heyri ég talað um krabbamein. Veikindi og sjúkdómar hræða mig alveg óskaplega, sú hræðsla varð 5föld eftir að ég eignaðist Sigurð Alex. Af hverju ætti ég ekki að vilja leggja mig fram um það að auka líkur mínar á því að fá að taka þátt í hans lífi eins lengi og mögulegt er?

Þetta eru mínar ástæður. Mínar hugsanir. Mínar tilfinningar gagnvart þessu. Ég hef alltaf talið mig frekar opna manneskju og því kýs ég að tjá mig um þetta frá a-ö. Það er mín leið til að takast á við þetta. Það er kannski ekkert endilega leið sem allir kjósa, en ég ætla bara að biðja ykkur um að leyfa mér að gera þetta eins og ég tel best. Ég geri mér líka fulla grein fyrir því að ég er ekki fyrsta manneskjan í heiminum sem hætti að reykja og svo innilega vonandi ekki sú síðasta. Ég vil fá að tala um þetta óáreitt á mínu eigin bloggi. Ef það er eitthvað sem ykkur ekki líkar, þá verður það bara að vera ykkar. Það er svo sannarlega allavega ekki mitt. Svo mikið er alveg víst....

 

Ætla að fara að gera eitthvað skemmtilegt með fjölskyldunni minni. 

 

Síðar......

 

5.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Snilld Sirrý!! Mér finnst gaman að fylgjast með reykleysinu þínu, þú ert svo skemmtileg. Mér leiðist þegar þú bloggar ekki. Gangi þér vel - 5 dagar, glæsó. Þú getur þetta alveg varst reyklaus svo lengi þegar þú varst ólétt og allt það. Knús - Ragga

Ragga A (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 20:51

2 identicon

Mér finnst þú rosa dugleg. Hver dagur í reykleysi er lítill sigur. Þetta er svo sannarlega þess virði.

Svandís (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 06:56

3 identicon

Go, stelpa, go!! Þú getur þetta

Gréta A (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 08:22

4 identicon

Duglegust knús :)

Bogga (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 10:12

5 Smámynd: Þórhildur Daðadóttir

Til hamingju með þetta gæskan.  Það er sko meira en að segja það að láta af einhverjum svona ávana.

Þórhildur Daðadóttir, 21.7.2008 kl. 16:47

6 identicon

Sæl!! Vildi bara kvitta fyrir komu minni og óska þér til hamingju með reykleysið :)  Þegar ég varð ólétt þá hætti ég strax að reykja.. Ég vil nú ekki meina að ég hafi verið stórreykingamanneskja og hugsaði ekkert um það meir! En eftir að ég átti þá  tók ég þá ákvörðun að ég myndi aldrei reykja aftur.. síðan þá hef ég ekki tekið einn smók en maður minn hvað hugurinn er stundum fljótur til! Hef kannski verið á balli og hugsað - æj ég má nú fá mér einn smók... eeen gerði það ekki hjúkk! Er kannski ein heima og hugsa - hmmm æj kommin ein gerir nú ekkert til og svo ekkert meir... eeen gerði það ekki hjúkk! Þangað til að ég fattaði það að það er svo langt síðan ég hef reykt að það er svo sannarlega ekki nikótínþörfin sem var að verkum heldur fíknin!! Ég hef sko engan móral gagnvart þeim sem reykja, en styð þig eindregið í reykleysinu!! :) Kveðjur úr Hlíðinni, Margrét

Margrét Dögg (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband