Færsluflokkur: Bloggar
12.12.2008 | 08:16
12. desember...
Guð minn góður! Ég bara á ekki orð! 12. desember er kominn og ég á eftir að gera allt! Eða nei, ég er búin að kaupa 2 jólagjafir... Kemur ;)
Svo eru það vinnufréttir. Þið eruð að lesa bloggið hjá aðstoðarverslunarstjóranum í Samkaup Úrval á Egilsstöðum.. Fékk stöðuhækkun... og launahækkun!! Það er gaman... Verslunarstjórinn er líka snillingur, forréttindi að fá að starfa með henni og læra af henni..
Svo er ég búin í prófum. Fékk eins og áður sagði 9 í fyrra prófinu, 9,5 útúr kúrsinum. Fékk svo 7 úr seinna prófinu en er ekki búin að fá útúr kúrsinum. Er sátt, meira en sátt við fyrri kúrsinn, en gæti að sjálfsögðu verið glaðari með seinni. En þetta gekk upp og ég er ánægð með það.
Fyrsti jólasveinninn kom í nótt og setti glaðning í skóinn hjá syni mínum. Hann var svo heppinn að fá lítinn vörubíl svipaðan og pabbi hans vinnur stundum á. Ótrúlega klár þessi sveinki.. ;) Sigurður var líka voða glaður að sjá glaðning í skónum, skildi þetta samt ekki alveg í gærkvöldi þegar ég var að útskýra þetta fyrir honum, en það hefur alveg skýrst núna ;)
Svo er ég farin að hlakka svo mikið til jólanna... Það er að koma svo mikið af fólki sem ég er búin að sakna svo mikið alla daga.. Það er svo gott við jólin að fá alla heim.. Elska það bara!
En ætla að fara að ná barninu mínu frá Dr. Phil... Veit ekki hvort að það er endilega uppbyggilegasta sjónvarpsefnið...
Sjáumst :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
13.11.2008 | 21:08
Skjár 1
Núna er ég bara með eina sjónvarpsstöð, Ríkissjónvarpið. Og Guð minn almáttugur!! Á að drepa mann!! Ég bara get ekki hugsað það til enda að Skjár 1 verði ekki lengur til!! Ég fer ekki að borga aftur af Stöð 2, það eru blóðpeningar og ekki nokkrum manni bjóðandi.. Maður sér það best núna hvernig þetta væri ef þeir bara lokuðu fyrir útsendingar. Fólk er misjafnlega ánægt með þetta, getur ekki horft á House í kvöld og svona.. En hvernig fyndist fólki að sjá bara aldrei House aftur! Nema ef til vill á Stöð 2 sem myndi þá ná sýningarréttinum! Stöð 2 er nefnilega ekkert betra með auglýsingahléin.. Þeir eru meira að segja farnir að setja auglýsingahlé inn í miðjan Simpson!!!
ALLIR AÐ SKRÁ SIG Á WWW.SKJARINN.IS
Ég allavega vona að þetta leysist..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
1.11.2008 | 01:41
Ég er aðeins of glöð
Var að fá útúr prófinu....
9 í prófinu, 9,5 útúr kúrsinum!!!!
Gæti ég fengið verðlaun!!!!!!!!??
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
28.10.2008 | 22:53
Fyndna sagan
Ég er svo fyndin. En samt aðallega Gunna. Sagan er þessi:
Svanhildur í Söluskálanum er sérstakt áhugamál Guðrúnar Freydísar Sævarsdóttur. Hún hefur furðulega gaman af því að stríða henni og ég hef furðulega gaman af því að taka þátt í því..
Við ákváðum að grilla aðeins í henni. Þetta var svo vel útpælt hjá okkur. Við stofnuðum Gmail póstaðgang sem var í nafni Sigurbjargar Alfreðsdóttur. Svo sendum við Svanhildi póst í hennar nafni. Pósturinn innihélt pöntun á hlaðborði í söluskálanum 8. nóvember fyrir 120 konur úr kvennakórnum Liljunni á Sauðárkróki. 2 í hópnum áttu einmitt afmæli þennan dag svo að það varð að vera ein kaka fyrir allan hópinn. Eins báðum við hana að reyna að finna fyrir okkur sal svo að við gætum haldið tónleika..
Þessi póstur var náttúrulega mikil gleði fyrir verslunarstjórann í söluskálanum..
alveg þangað til að við fórum til hennar og færðum henni ístertu og hlógum í svona klukkutíma.
Þá komum við að ístertu sögunni. Þann 1. apríl síðastliðinn fékk Gunna nefnilega hann Hannibal á ferðaskrifstofunni til að panta ístertu í söluskálanum fyrir fullt af fólki. Tertan þurfti að vera í laginu eins og Grænland, úr grænum ís og svo þurfti að pakka henni vel af því að það átti að fljúga með hana út til Grænlands og borða hana þar.
Svanhildur keypti þetta, þann 1. apríl! Hahahahha... Þess vegna fannst okkur tilvalið að færa henni ístertu eftir grínið okkar, og hún var ekki lengi að fatta djókið...
Við Gunna eigum ekki von á góðu... Eða allavega ekki Gunna, ég slepp víst betur...
Takk og bless...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.10.2008 | 08:35
Til hamingju með afmælið í dag...
Aðalsteinn bróðir minn er 25 ára í dag. Það finnst mér alveg ótrúlegt. Hann 25 og ég bara 17? Síðast þegar ég vissi þá var ég einu ári eldri en hann, en núna er hann skyndilega kominn langt fram úr mér! Stórfurðulegt þetta líf..
Ég er að vinna þessa helgi. Mikil gleði og hamingja í Kaupfélaginu eins og alltaf. Guðjón Ernir gisti hjá okkur Sigurði Alex í nótt, foreldrar hans fóru á bændahátíð eins og sönnum bóndum sæmir! Þau þurfa allavega að smala, það hlýtur að vera nóg! Og jú, svo eru þau náttúrulega með hesta.. Hahaha
Svo er ég bara að fara í vinnuna klukkan 11.. Finnst ekkert sérstaklega gaman reyndar að vinna á sunnudögum, en ég hef frí á morgun í staðinn. Ætla þá að gera eitthvað hérna heima hjá mér.
Svo næstkomandi fimmtudag flýg ég suður til Reykjavíkur til að fara í skólann. Ætla að vinna aðeins í bænum á fimmtudeginum og fer svo og skólast eftir það..
En jæja, ætla að láta þetta gott heita svona í morgunsárið... Bið að heilsa í bili spili... Gott rím..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.10.2008 | 22:44
Kominn tími á skrif.
Löngu orðið tímabært að rita eitthvað á þessa síðu mína. Er bara alveg föst á Facebook og hef ekki tíma til að gera neitt annað en það!
Annars er bara ágætt að frétta héðan úr Árskógum 1a íbúð 102. Fyrir utan það kannski helst að Sigurgeir er farin í úthald upp í Kárahnjúka. Úthald númer 2. Kemur sér vel fyrir budduna, en kannski ekkert endilega alltof vel fyrir geðheilsuna. En þetta verður nú ekki til eilífðar, ég lifi af.
Fínt að frétta úr vinnunni líka, bara brjálað að gera en það er líka æði.. Segi frekari fréttir af því í næsta bloggi..
Skólinn gengur glimrandi. Búin að fara í fyrsta prófið og gekk það líka bara svona fínt. Skrái mig inn á Námskjá svona að meðaltali einu sinni á klukkustund til að vita hvort ég sé ekki búin að fá einkunn! Er bara eilítið spennt..
En jæja, ætla að fara að koma mér í háttinn.. Gamalt fólk þarf að sofa mikið..
Síðar..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.10.2008 | 16:28
Þetta finnst mér húmor!!
Takk Danir... Leggiði þetta bara inn hjá bankastjórunum í Glitni og Landsbankanum... Aumingja drengirnir sem ekkert hafa á milli handanna.....
Og, takk Danir fyrir að lyfta aðeins lundinni! Danmörk rokkar!
Söfnun fyrir Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.10.2008 | 18:30
SÆLL!!!
Ég er enn og aftur rosalega glöð á föstudegi..... Var að fá útúr verkefnunum 2 sem skilað var fyrir síðustu viku og ég fékk 10 í þeim báðum!! Ef ég hef einhvern tíma efast um að hafa drifið mig í skóla, þá er það að hverfa núna!!
Annars er bara allt gott að frétta, fyrir utan það að Sigurður Alex er lasinn. Var orðinn slappur um 2 í dag í leikskólanum, svo að ég fór og sótti hann.. Hann var voða mikil mús, kúrði bara hjá mér og við höfðum það gott..
Nenni ekki að skrifa meira, ætla að fara að halda áfram að vera glöð yfir því að hafa fengið svona fínt útúr verkefnunum!! :D
Bless í bili..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
28.9.2008 | 16:21
Sunnudagur til sælu
Sælu... Brælu....
Allavega hef ég marga sunnudaga haft það betra... Er að vinna, er líka ótrúlega þreytt. Ætlaði aðeins að skreppa í partý í gær og vera stutt.... Fór í partý og kom ekki heim fyrr en að verða 4 í nótt! Flott hjá mér....
Svo er ég í fríi á morgun, sem er himneskt. Ég ætla að nota daginn í að læra og læra og læra... Á enn eftir að klára verkefni þessarar viku og verð ég að vera búin að því á þriðjudaginn.
En eigum við að ræða heimsmálin? Æ, nei annars. Höfuðið á mér virkar ekki eins og er og því get ég ekki sagt neitt af viti.........
Dagvaktin í kvöld, sæll.... "Ég tala íslensku alveg blindandi"
Bless fólk. Gaman að sjá ykkur hér. Takk fyrir þolinmæðina.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.9.2008 | 22:53
Fljótsdalshérað...
Heyrði frétt um það í dag að Fljótsdalshérað hefði gert samning við sveitarstjórnarmann um að hann reki hótel í Hallormsstaðaskóla.... Einhverju áður hafði samningi við Fosshótel verið sagt upp vegna þess að "rekstur hótels og skóla færi ekki saman"
Það er allavega alveg á tæru að ég hef ákveðið hvað ég kýs EKKI í næstu kosningum. Heldur þetta fólk að maður sé eitthvað heimskur og taki ekki eftir svona hlutum?
Gleymiði þessu bara. Nú er bara málið að þrauka fram að kosningum og leyfa svo þessu fólki að finna fyrir því að við látum ekki hvað sem er yfir okkur ganga.
Púúúúhúúhú á ykkur sem þessu sveitarfélagi stjórnið....
Held að gáfulegast væri að flytja upp í Fljótsdal.....
Svo mörg voru þau orð á laugardagskvöldi...
Sigríður kveður... XXD.......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)