Nýr einstaklingur

Sigurður Alex og Sigurgeir eignuðust í nótt æðislegan frænda. Að öllum öðrum ólöstuðum er þetta barn eitt það allra fallegasta sem ég hef á ævi minni séð. Íris, systir hans Sigurgeirs eignaðist semsagt dreng með honum Alex sínum í nótt.

Svo á hann Hrafnkell Hilmar "sonur" minn afmæli í dag. Elsku besti ástarhnoðrinn minn, Til hamingju með daginn. Heyrði í honum áðan þar sem hann var með hinni fjölskyldu sinni að fara að veiða á Ísafirði. Þau systkin koma svo til okkar næstkomandi fimmtudag og ég bara hreinlega get ekki beðið!!

En jæja, þetta var gleðifærsla dagsins....

P.s. Í fjarveru trjáa, vegaljóð, eftir Ingunni Snædal er algjör snilld! Var að fá hana í hendurnar og er búin að lesa hana upp til agna! Mæli með henni við alla sem hafa eitthvað í kollinum. Hún er alveg frábær. Ljóðabók, en samt svo miklu meira.... Mæli með henni.... Fæst að sjálfsögðu í Samkaup Úrval á Egilsstöðum og kostar litlar 1.790.-


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhildur Daðadóttir

Til hamingju með litla ,,skáfrænda" og að sjálfsögðu með ,,soninn".

Þórhildur Daðadóttir, 10.7.2008 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband