Skóli, gleði og söknuður....

Byrjum á skólanum. Ég er náttúrulega byrjuð á fullu og gengur líka svona vel get ég sagt ykkur. Er búin að skila 2. verkefnum og fá 10 út úr þeim báðum!!! Ég er svo montin að ég spring bráðum!! Er samt alveg róleg, er ekkert að missa mig eða neitt þannig. Gleðin er bara svo rosaleg yfir því að kannski sé ég nú algjörlega að gera eitthvað rétt!!! Tilfinningin er dásamleg!! Ætla bara svo aldeilis að halda áfram á sömu braut...

Gleðin er næst. Sonur minn er að sjálfsögðu mitt aðal gleðiefni. Er alltaf jafn dásamlegur en jafnframt dásamlega orkumikill og dásamlega mikill prakkari. Það er t.d. ein að vinna á leikskólanum sem heitir Hera og er stundum að leysa af inni á deildinni hjá honum og eins hittir hann hana úti að leika. Hann hefur hins vegar bitið það í sig að hún heiti bara alls ekkert Hera, heldur Pera! Svo flissar hann bara að vitleysunni í sjálfum sér, en neitar alfarið að segja Hera! Það er sko hún Pera sem er að passa hann stundum!

Meiri gleði.. Hitti Sonju sykurpúða Steina Randvers og Hrannardóttur á sunnudaginn var. Hún er bara dásamleg. Svo lítil og sæt og æðisleg. Fékk aðeins að máta hana og spjalla og hún var bara alveg sátt við mig. Auðvitað!

En núna erum við komin að söknuði. Hafrún vinkona er farin frá mér. Flutt til Reykjavíkur. Ég bara trúi þessu varla ennþá. Það er reyndar stutt síðan hún fór, bara 2 tímar. En mér er sama. Þetta verður ótrúlega skrýtið. Hver á að koma í mat til mín og slúðra við mig? Hver á að vera alltaf að hitta mig útum allt og hver á eiginlega að vera Hafrúnin mín?? Þetta verður skrýtið. Mjög skrýtið. En ég er líka svo stolt að henni að taka skrefið sem hana er búið að langa til að taka í ofsalega langan tíma. 

 Gangi þér vel elsku hjartans Hafrún mín. Sakna þín og allt það. Þú átt eftir að standa þig eins og      hetja eins og alltaf. Hlakka til að koma til Reykjavíkur til þín og drekka bjór og margarítur....

Jæja, hef ekkert meira að segja í bili....

 

P.S. Hafdís..... KVITTAÐU KONA!!!! Veit að þú ert þarna!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með verkefnin þín, þú ert best

Gréta (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 22:10

2 identicon

Ragga móða hin stolta frænka kvittar. Vissi að þú myndir rúlla þessu upp og auðvitað ertu alveg að missa þig - en það er líka allt í lagi ; )

Takk fyrir skemmtilegt komment á bl - tek fleiri ammerískar myndir fyrir þig bráðlega : )

Ragga A (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 00:23

3 identicon

MONTRASS HEHE.... hver segir svo að það sé erfitt að kenna GÖMLUM hundi að sitja tíhíhíhí

Eva Kjerúlf (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 14:42

4 identicon

Hvernig væri að nota svefngalsann í að blogga

Gréta (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 19:47

5 identicon

 Ég sakna þín svOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOna mikið

Sorrí að ég svaraði ekki smsi um daginn....þú getur ekki ímyndað þér hvað er búið að vera KREISÍ að gera...!!

Ég verð samt að vera væmin og segja að ég hugsa til þín á hverjum degi og sakna þín einum of mikið. Vona að þið hafið það sem allra best, bið innilega að heilsa strákunum þínum

Ætla að hringja í þig núna:)

Kossar og svo mikið af knúsum.

Hafrún (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 19:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband