16. september

Með þessu bloggi er ég að bjarga mannslífi. Eða kannski mörgum. Allavega lífi Grétu frænku minnar og míns sjálfs... Grétu lífi svo að hún andist ekki úr leiðindum og mínu svo ég andist ekki úr leiðindum yfir tuðinu í Grétu um að ég eigi að blogga...

 

Og þá er komið að þessu... Blogginu...

 

Skólinn gengur enn eins og í sögu... En hver nennir að tala um það.. Tölum um eitthvað annað.. 

 

Tölum um það að ég er lasin!!! Tölum aðeins um það að ég get ekki talað!!! Ef ég reyni að tala, þá kemur ekkert.... EKKERT!! NADA!! Það er alveg ógeðslega fáránlegt...

 

Við getum líka talað um það að það er kominn vetur. Birr... Orðið kalt og runninn minn hérna fyrir utan er orðinn rauður. Hann á að vera grænn. Segja þeir sem þekkja þetta, það var bara einhver sem sagði mér það. Ég hef ekkert vit á svona gróðri. Ég hef t.d. aldrei vökvað þennan runna, en samt er hann á lífi. Kannski vökvar Sigurgeir hann, en ég held samt ekki. Hver ætli haldi honum á lífi eiginlega??

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er ég glöð að þú bloggaðir. Láttu þér nú batna - knús.

Ragga A (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 16:10

2 identicon

Guð og amen, ég er hætt við að hengja mig

Gréta (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 16:22

3 Smámynd: Eva Hrund S Kjerulf

hehe ég var kannski ekki í hengingarhug eins og Gréta en nálægt því... lá´gmark að grenja inni á blogginu 3-ja HVERN DAG!!! TAKK FYRIR PENT...Eva

Eva Hrund S Kjerulf, 17.9.2008 kl. 00:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband